Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 14

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 14
220 Reykjavíkurskóla 1802; var síðan skrifari hjá Ólafi stiptamtmanni og var skrifaður í stúdentatölu við há- skólann 1805; cand. juris 16. apríl 1808 með 1. eink- unn í báðum prófum; varð s. á. löitenant í landhern- um og tók herforingjapróf í janúarmánuði 1810 og fjekk heiðurspening fyrir að hafa orðið efstur; 31. ágúst 1811 varð hann audítör og „Regimentskvartermester“ við landkadetta-herflokkinn og síðar einnig við aðrar herdeildir og fjekk 30. april 1816 „Overkrigskommis- særs“ nafnbót og tveim árum seinna yfiraudítörs nafn- bót. Hann varð bæjarfógeti og skrifari í Skjelskör og hjeraðsfógeti og skrifari í Vester-Flakkebjerg hjer- aðiáSjálandi 12. maí 1819, og 2. marz i824varðhann amtmaður í norður- og austuramtinu (Lovs. for Isl. VIII, 528); 22. maí 1833 varð hann bæjarfógeti og skrifari í Middelfart og hjeraðsfógeti og skrifari í Vends hjer- aði á Fjóni og fjekk etazráðs nafnbót 28. ágúst s. á., en 27. maí 1842 varð hann aptur amtmaður í norður- og austuramtinu og andaðist á Möðruvöllum í Hörg- árdal 7. júní 1849. Hann sat á standaþingunum í Hróarskeldu 1840 og 1842 sem konungkjörinn þing- maður fyrir ísland og Færeyjar. Grímur amtmaður átti danska konu, Birgitte Cecilie Breum, prestsdóttur frá Jótlandi (-j- 1853) > börn þeirra hafa öll ílengzt í Danmörku nema J>óra, sem er seinni kona Páls mála- flutningsmanns Melsteðs (B 21), og forstöðukona kvennaskólans í Reykjavík. 22. Grímur Thorkelín, fæddur á Bæ í Hrútafirði 8. október 1752, sonur Jóns1 Teitssonar og Elinar Ein- arsdóttur sýslumanns í Strandasýslu Magnússonar; út- skrifaður úr Frúarskóla í Kaupmannahöfn 1773; cand. 1) Jón var sonur Teits sýslumanns Arasonar á Reykhól- um; hann var skólagenginn, hafði fálkatekju á Barðaströnd ; fór síðan utan og gjörðist hermaður og dó í Kaupmannahöfn 1758, þrítugur að aldri.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.