Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 16
222
bætti 25. april 1806 og’ andaðist á Svignaskarði 30.
nóvember 1809. Kona hans var Halldóra (•{■ 21. nóv.
1821) f>orsteinsdóttir prests á Hvammi í Hvammssveit
þórðarsonar; börn þeirra voru Guðrún, kona sjerajóns
Magnússonar á Hvammi í Norðurárdal, Eggert silfur-
smiður í Sólheimatungu og fleiri.
0 25. Gunnlaugur Pjetur Blöndal, fæddur á Hvammi
í Vatnsdal 1. júlí 1834, sonur Björns sýslumanns Blön-
dals (B 3) ; útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1854;
cand. juris 16. júní 1863 með 2.einkunn í báðumpróf-
um. Honum var veitt Barðastrandarsýsla 6. febrúar
1865, en fjekk lausn frá henni 12. september 1870;
hann var aptur settur fyrir sömu sýslu 1871 og fjekk
veitingu fyrir henni 16. október 1874, en 29. júlí 1879
var hann algjörlega leystur frá embætti. Kona hans
er Sigríður dóttir Dr. Sveinbjarnar Egilssonar.
26. Halldor Einarsson, fæddur á Bjarnastöðum i
Hvítársíðu 25. desember 1797, sonur Einars bónda þór-
ólfssonar í Kalmannstungu og fyrri konu hans Krist-
ínar Jónsdóttur bónda í Kalmannstungu Magnússonar;
útskrifaður úr Bessastaðaskóla 1818, var síðan skrifari
hjá Stefáni amtmanni Stephensen, og var skrifaður í
stúdentatölu við háskólann 1823; cand. juris 27. cktó-
ber 1827 með i.einkunn í báðum prófum. Hannvarð
kopíisti við skjalasafn konungs 27. október 1830, og
fjekk Borgarfjarðarsýslu 11. apríl 1835; bjó hann þar
i Höfn, og andaðist þar 23. nóvember 1846, ókvæntur
og barnlaus.
27. Halldor Jakobsson, fæddur við Búðir 1734, son-
ur Jakobs Eiríkssonar við Búðir og konu hans Guð-
rúnar Jónsdóttur prests á Staðastað Jónssonar; útskrif-
aður úr Skálholtsskóla 1753; cand. juris 16. janúar
1756 með 3. einkunn. Hann varð sýslumaður í Vest-
mannaeyjasýslu 5. apríl 1757 og í Strandasýslu 1. maí
árið eptir, en var vikið frá embætti 22. júlí 1788, og