Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Side 30

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Side 30
236 norður- og austuramtinu 16. maí 1850 og þjónaði því embætti í 20 ár; hann fjekk lausn 15. september 1870 og andaðist í Skjaldarvík 24. júni 1875. Hann sat á alþingi 1853 sem konungkjörinn þingmaður; einnig sat hann í landbúnaðar- og skattanefndinni 1845 (sbr. A 100). Havsteen amtmaður var þríkvæntur; fyrsta kona hans var Guðrún (f ig. apríl 1851) Hannesdóttir prófasts Stephensens á Ytra-Hólmi, og er einkadóttir þeirra f>órunn gipt Dr. med. Jónasi Jónassen; mið- kona hans var Sigríður Olafsdóttir jústizráðs Stephen- sens í Viðey (A 74) og seinasta kona Kristjana Gunn- arsdóttir prests f Laufási Gunnarssonar. 54. Ketill Melsteð. fæddur 17. maí 1765, sonur Jóns Ketilssonar í Kiðey, Skógastrandarjarða umboðs- manns — Jón var albróðir Magnúsar sýslumanns Ket- ilssonar í Búðardal—og fyrri konu hans Halldóru Gríms- dóttur lögsagnara Grímssonar á Stóru-Giljá; útskrifað- ur úr Slagelseskóla 1784, varð eptir það yfirmaður í danska landhernum, og varð cand. juris 16. júní 1798 með 1. einkunn. 16. janúar árið eptir varð hann land- stjórnarritari á St. Thomas í Vestur-Indíum, og fjell á eyjunni Anholt 26. marz 1811; var hann þá majór í landhernum. Hann átti danska konu, og eru merkir menn í Noregi af þeim komnir. ungi tillögur ;sínar um veitingu sýslunnar, og sóktu þá um hana þessir íslendingar: Arnór Árnason, Brynjólfur Pjet- ursson, Eggert Briem, Jón Pjetursson, J. P. Havsteen, Kristján Christiansson og Oddgeir Stephensen, og 2 danskir menn: cand. juris Krag og exam. juris Beder, sem hafði verið ráðsmaður á herragarði á Jótlandi. Bentukammerið lagði það til, að Beder fengi sýsluna; en þá setti Kristján konungur 8. þau lög (kgsbrjef 8. apríl 1844), að enginn gæti fengið embætti á íslandi, nema hann væri svo leikinn í íslenzku, að hann skildi hana og gæti talað hana svo, að Islendingar skildu hann. Veitingu sýslunnar var frestað til næsta árs.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.