Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Side 36

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Side 36
Sbr. lögmannatal Jóns Sigurðssonar Nr. 135 í Safni til sögu íslands, II, 160, og Ný Fjelagsrit 6. ár. 64. Magnús Stephensen, fæddur á Hvanneyri í Borgarfirði 13. janúar 1797, sonur Stefáns amtmanns Stephensens (A 85); útskrifaður úr heimaskóla af Árna biskupi Helgasyni 1816; cand.juris 13. apríl 1821 með 2. einkunn í báðum prófum. Hann var settur sýslu- maður í Skaptafellssýslu 22. september 1823 og fjekk veitingu fyrir sýslunni 10. maí 1825 ; 9. apríl 1844 fjekk hann Rangárvallasýslu, og kammerráðs nafnbót 16. maí 1850. Hann fjekk lausn frá embætti 6. desember 1857 með jústizráðs nafnbót. Á þjóðfundinum 1851 sat hann sem þjóðkjörinn þingmaður. Hann bjó fyrst á Höfðabrekku í Mýrdal og siðan í Fljótsdal og Vatns- dal í Fljótshlíð og andaðist í Vatnsdal 15. apríl 1866. Kona hans var Margrjet (■{• 18. jan. 1866) þ>órðardóttir prófasts Brynjólfssonar á Felli í Mýrdal, og börn þeirra : Guðrún kona sjera þ>orvaldar Stephensens á Torfastöð- um, Sigríður fyrri kona Jóns prófasts Jónssonar á Hofi í Vopnafirði, J>órunn, Magnús yfirdómari (A 65), Marta, Elín fyrri konaTheódórs Jónassens bæjarfógeta (A 17), og Stefán Múkaþverárklausturs umboðsmaður. 65- IVIagnús Stephensen, fæddur á Höfðabrekku í Mýrdal 18. október 1836, sonur Magnúsar sýslumanns Stephensens (A 64); útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1855; cand. juris 4. júní 1862 með 1. einkunn i báðum prófum. Hann komst árið eptir í dómsmálastjórnina, og varð assistent þar 8. maí 1865; 19. ágúst 1870 var hann settur 2. assessor og dómsmálaritari í yfirdóm- inum, fjekk veitingu fyrir því embætti 13. apríl 1871 og varð i.assessor 7. nóvember 1877; hann var sæmd- ur riddarakrossi dannebrogsorðunnar 24. maí 1877. Á þremur hinum síðustu alþingum hefur hann setið sem konungkjörinn þingmaður. Kona hans er Elín dóttir Jónasar sýslumanns Thorstensens (A 52).

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.