Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 37

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 37
243 66. Niels Emil Weywadt, fæddur á Djúpavogi 14. október 1842, sonur kammerassessors Weywadts, fyrr- um verzlunarstjóra á Djúpavogi; útskrifaður úr Borg- aradyggðarskólanum á Kristjánshöfn 1861; cand. juris 9. júní 1870 með 2. einkunn í báðum prófum. Hann drukknaði á Berufirði 22. september 1872. 67. Oddgeir Stephensen, fæddur áLágafelli í Mos- fellssveit 27. maí 1812, sonur Björns kansellíráðs Stephen- sens á Esjubergi og seinni konuhans Sigríðar Oddsdóttur yfirdómsnótaríusar Stefánssonar á fnngeyrum; útskrif- aður úr heimaskóla af Árnabiskupi Helgasonar 1831; cand. juris 4. maí 1842 með 1. einkunn í báðum próf- um. Hann var mörg ár í rentukammerinu, og þegar hin íslenzka stjórnardeild var stofnuð (sbr. A 15), varð hann 8. desember 1848 skrifstofuforstjóri í henni með kammerráðs nafnbót og síðan 29. marz 1852 forstöðu- maður hennar með jústizráðs nafnbót; 8. janúar 1858 varð hann jafnframt forstöðumaður fyrir 2. stjórnar- deild í dómsmálastjórninni. Honum var veitt etazráðs nafnbót 3. febrúar 1855, riddarakross dannebrogsorð- unnar 31. desember 1857, heiðursmerki dannebrogs- manna 6. október 1862, kommandörkross sömu orðu af 2. flokki 5. janúar 1874, og sami kross af 1. flokki 2. ágúst s. á. Hann sat í nefnd þeirri, sem skipuð var með konunglegri umboðsskrá 20. september 1861 til að gjöra uppástungur um fjárhagssamband íslands og Danmerkur (Tfð. um stjórnarmál. ísl. I, 516). Kona hans er dönsk og börn þeirra í Danmörku. 68. Oddur Vídalín, fæddur á þingeyrum 1759, son- ur Halldórs Reynistaðar klausturhaldara Vídalíns og Málfríðar Sighvatsdóttur frá Hlíðarhúsum þórðarsonar; útskrifaður úr Hólaskóla 1779; cand. juris 26. janúar 1787 með 1. einkunn. Hann fjekk Barðastrandarsýslu 14. maí árið eptir, en var vikið frá 1801 af amtmanni

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.