Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Side 47

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Side 47
253 um. Hann varð varalögrnaður norðan og vestan hjá Magnúsi bróður sínum með kgsbrjefi 4. júní 1790, og þegar landsyfirdómurinn var settur 11. júlí 1800, var hann skipaður 1. assessor í honum, en launalaus, og skyldi ekki sitja í dóminum nema í forföllum bróður síns (Lovs. for Isl. VI, 445), sömuleiðis skyldi hann semja nýja almenna lögbók; frá 18. júní 1800 til 4. júlí 1806 starfaði hann í jarðamatsnefndinni sem nefnd- armaður (sbr. A 1), og 6. júní 1806 var hann skipaður amtmaður í vesturamtinu, og þjónaði því til dauða- dags. Hann bjó á Hvanneyri og Hvítárvöllum ogand- aðist á Hvítárvöllum 20. desember 1820. Stefán amt- maður var tvíkvæntur; fyrri kona hans var Marta María (-j- 14. júní 1805), dóttir Diðriks kaupmanns Hölters, og voru þeirra börn: Olafur auditör (A 73), Sigríður fyrsta kona Olafs jústizráðs í Viðey, Ragn- heiður kona Helga biskups Thordersens, Magnús sýslu- maður í Vatnsdal (A 64), sjera Pjetur á Olafsvöllum, Hannes prófastur á Ytra-Hólmi, Elín kona Jóns land- læknis Thorstensens, sjera Stefán á Reynivöllum og Marta miðkona Olafs jústizráðs í Viðey. Seinni kona Stefáns amtmanns var Guðrún Oddsdóttir prests á Reynivöllum f>orvarðarsonar (sbr. A 100); þau áttu sonu, sem dóu ungir. Æfisaga Stefáns amtmanns er prentuð sjer í lagi, Viðey 1822 ; sbr. Safn til sögu íslands II, 163. 86. stefán Thórarensen, fæddur á Nesi við Sel- tjörn 4. marz 1825, sonur Odds lyfsala Thórarensens og fyrri konu hans Solveigar Bogadóttur frá Staðar- felli Benediktssonar; útskrifaður úr Borgaradyggðar- skólanum í Kaupmannahöfn 1846; cand. juris 27. júni 1855 með 2. einkunn í báðum prófum. Hann var síðan í hinni íslenzku stjórnardeild og varð assistent í dómsmálastjórninni 1857. 22 • október 1858 fjekk hann veitingu fyrir Eyjafjarðarsýslu, og 8. júlí 1863 var hann

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.