Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 53
95. Vilhjálmur Ludvig Finsen, fæddur i Reykjavik i.
apríl 1823, sonur Olafs yfirdómara Finsens (A 69);
útskrifaður úr Bessastaðaskóla 1841 ; cand. juris 12. maí
1846 með 1. einkunn í báðum prófum og fjekk heiðurs-
pening háskólans 1848 fyrir lögfræðis-ritgjörð. Hann
var í rentukammerinu og síðan i hinni íslenzku stjórn-
ardeild, og var um tíma settur ritstofufulltrúi þar. 28.
september 1851 fjekk hann veitingu fyrir Kjósar- og
Gullbringusýslu, en kom ekki til landsins fyr en vorið
eptir og hafði þá verið skipaður land- og bæjarfógeti
í Reykjavik 23. apríl 1852 ; þjónaði hann síðan því
embætti og var sæmdur kansellíráðs nafnbót 6. októ-
ber 1854. Jafnframt var hann settur 2. assessor og
dómsmálaritari í yfirdóminum frá því að J>órður há-
yfirdómari Sveinbjörnsson andaðist, 20. febrúar 1856,
og þangað til Benedikt Sveinsson tók við sumarið 1859.
Síðan varð hann assessor í landsyfirdóminum í Vebjörg-
um 16. apríl 1860, i landsyfirdóminum í Kaupmanna-
höfn 12. ágúst 1868 og i hæstarjetti 15. febrúar 1871.
Hann fjekk riddarakross dannebrogsorðunnar 14. júlí
1859 og heiðursmerki dannebrogsmanna 21. desem-
ber 1878. Á 400 ára hátíð sinni gjörði háskólinn í
Kaupmannahöfn hánn Dr. juris. Hann sat á alþingi
í853 og þremur næstu þingum sem konungkjörinn
þingmaður; hann sat og í nefnd þeirri, sem skipuð
var með konunglegri umboðsskrá 12. apríl 1871 til
að gjöra uppástungur um gufuskipsferðir kringum land-
ið (Tið. um stjórnarmál. ísl. III, 166). Kona hans var
dönsk, ogvar einkadóttir þeirra Valgerður gipt dönsk-
um verzlunarmanni.
96. þórarinn öfjörð, fæddur á Húsavík 8.október
1793, sonur Magnúsar f>órarinssonar, klausturhaldara
á Múkaþverá, og konu hans Ingibjargar dóttur Mag.
Hálfdánar Einarssonar, rektors á Hólum; útskrifaður
úr Bessastaðaskóla 1813 og skrifaður í stúdentatölu