Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 60

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 60
266 kgsúrsk. 6. júnf 1800 (Lovs. for Isl. VI, 445), fjekk forleif- ur landþingisskrifari lausn með 80 rd.eptirlaunum. Hann var settur fyrir Rangárvallasýslu frá þvíað Jón Jónson andaðist sumarið 1788, og þangað til Vigfús J>órarins- son tók við árið eptir. Hann bjó á Tungufelli í Hruna- mannahreppi, á Ási í Holtum og síðast á Hlíðarenda- koti f Fljótshlíð og andaðist þar 1806. J>orleifur land- skrifari var tvíkvæntur; fyrri kona hans var Guðrún Jónsdóttir lögrjettumanns Magnússonar á Núpi f Hrepp- um og þeirra son Jón sýslumaður á Vestmannaeyjum; seinni kona hans var Málfrfður (j- 1 3. júní 1838) Sig- urðardóttir landsskrifara Sigurðsonar á Hliðarenda. 104. þorsteinn Jónsson, fæddur í Skálholti 15. októ- ber 1814; sonur Jóns umboðsmanns Johnsens (B 15); útskrifaður úr heimaskóla af Árna biskupi Helgasyni 1836; cand. juris 28. aprfl 1843 með 2. einkunn í hinu teóretiska og 1. einkunn í hinu praktiska prófi. Hann var síðan í rentukammerinu og kom út vorið 1847 sem settur sýslumaður í Suður-Múlasýslu og fjekk veitingu fyrir henni 1. júnf 1848. Hann þjónaði stiptamtmanns embættinu og amtmannsembættinu í suðuramtinu sem settur frá 1. ágúst 18491 og þangað til Trampe tók við árið eptir. J>egar Havsteen var skipaður amt- maður f norður- og austuramtinu 16. maf 1850, var J>orsteinn sýslumaður settur fyrir Norður-Múlasýslu ásamt með sinni eigin sýslu og fjekk veitingu fyrir Norður-Múlasýslu 1. maf 1851, en hjelt þó áfram að þjóna Suður-Múlasýslu jafnframt, þangað til Jónas Thorstensen tók við 1853; þvf næst fjekk hann J>ing- eyjarsýslu 25. maí 1861, en var kyrr í Norður-Múla- sýslu þangað til sumarið eptir, og þjónaði þá jafn- 1) 20. júlí s. á. hafði hann verið settur sýslumaður í Ár- nessýslu, en hann fór ekki þangað, og þjónaði Pjetur Guð- johnsen þeirri sýslu fyrir hann, þangað til |>órður Guðmunds- son tók við henni sumarið eptir.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.