Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 61

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 61
267 framt Suður-Múlasýslu eptir lát Jónasar Thorstensens; loks fjekk hann Árnessýslu 7. júní 1867 en tók ekki við henni fyr en sumarið eptir. Hann var sæmdur kansellíráðs nafnbót 1. janúar 1860. Honum var veitt lausn frá embætti 14. ágúst 1878 en þjónaði þó Ár- nessýslu þangað til 24. júní 1879. 13. september 1880 var hann settur málaflutningsmaður við yfirdóminn. þorsteinn sýsJumaður bjó fyrst á Ketilstöðum á Völl- um, síðan á Húsavík og seinast á Kiðjabergi í Gríms- nesi. Kona hans er Ingibjörg Gunnlaugsdóttir dóm- kirkjuprests Oddsens, og einn af sonum þeirra er síra Halldór í Landeyjaþingum. 105. þorsteinn Magnússon, fæddur á Espihóli í Eyjafirði 2. febrúar 1714, sonur Magnúsar Björnssonar á Espihóli og konu hans Sigríðar Jónsdóttur biskups á Hólum Vigfússonar; útskrifaður úr Hólaskóla 1733 og skrifaður í stúdentatölu við háskólann 1736; cand. juris 10. maí 1738 með 2. einkunn. Hann var sfðan í 3 ár aðstoðarmaður hjá Lafrenz amtmanni á Bessa- stöðum og Qekk veitingu fyrir Rangárvallasýslu 25. febrúar 1743, en fjekk sjer skipaðan varasýslumann 8. marz 1768, Jón Jónsson (A 43). Hann bjó á Skamm- beinsstöðum í Holtum 3 ár og síðan á Móeiðarhvoli og andaðist þar 20. júní 1785. Kona hans var Val- gerður (J- 24. apr. 1785), dóttir Bjarna sýslumanns hins ríka Pjeturssonar á Skarði á Skarðsströnd; einkadóttir þeirra Sigríður var kona Jóns sýslumanns Jónssonar, er nýlega var getið. B. Examinati juris, 1. Árni Gíslason, fæddur á Vesturhópshólum 4. nóv- ember 1820, sonur sjera Gísla Gíslasonar, síðast

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.