Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 78

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 78
284 unarstjóri í Flensborg hjá Hafnarfirði, og andaðist í Reykjavík 4. júní 1822. Hann átti danska konu, 0g einkasonur þeirra er Guðmundur Thorgrímsen, verzl- unarstjóri á Eyrarbakka. 28. Vigfús Thórarensen, fæddur á Mýrum i Álpta- veri 4. maí 1815, sonur sjera Sigurðar Thórarensens, síðast prests í Hraungerði, og fyrri konu hans Guð- rúnar Vigfúsdóttur sýslumanns f>órarinssonar (A 94). Hann var 1 ár í Bessastaðaskóla, síðan skrifari hjá Jóhanni sýslumanni Árnasyni í Rangárvallasýslu, og fór utan 1836 og gekk undir undirbúningspróf við háskólann; exam. juris 14. maí 1840 með 1. einkunn í báðum prófum. Eptir það var hann skrifari hjá Páli Melsteð í Árnessýslu, og varð umboðsmaður yfir f>ykkvabæjarklausturs jörðum 1842, og bjó á Ketils- stöðum í Mýrdal; umboðinu sleppti hann 1847, en 19* mai 1849 var hann settur sýslumaður í Strandasýslu, og Qekk veitingu fyrir henni 30. apríl 1854, en and- aðist 16. júlí s. á.; hann bjó þá á Borðeyri. Kona hans var Ragnheiður dóttir Páls amtmanns Melsteðs; þau áttu mörg börn. 29. þorkell Gunnlaugsson, sonur sjera Gunnlaugs Magnússonar, síðast prests til Reynistaðarklausturs, og konu hans Arnfríðar J>orláksdóttur lögijettumanns Sig- fússonar á Núpufelli. Hann lærði ekki í skóla, komst vest- ur og fjekk Ragnheiðar, ekkju Bjarna sýslumanns Ein- arssonar (A 9), og bjuggu þau lengi á Hamri á Barða- strönd. Hann varð verzlunarstjóri á Bíldudal 1820, en 2. ágúst 1823 andaðist Ragnheiður kona hans; fór hann þá utan og gekk undir undirbúnings- próf við háskólann og síðan 22. apríl 1826 undir próf í dönskum lögum með 1. einkunn í báðum prófum. Eptir það bjó hann á Bæ í Króksfirði þangað til hon- um 24. febrúar 1835 var veitt ísafjarðarsýsla; þá flutti hann að Reykjarfirði. Hann var leystur frá embætti

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.