Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Page 1
Kafli
t
úr jarðabók Arna Magnússonar
og ágrip af æfi hans, m, fi.
Eptir
Þorkel Bjarnason.
Hinn síðari hluti 17. aldar var að flestu leyti
einn hinn erfiðasti tími íslendingum til handa. Árin
vóru mörg fremr hörð, sem varð landsmönnum því
skaðlegra, sem þeir jafnt og þétt mistu hug og krapta
til að bjarga sér. Frá páskum 1674 til 1675 férust af
hungri og vesöld í pingeyjarþingi 1100 menn, en í
Múlaþingi 1400. Ár 1680 var vetr harðr og fiskileysi,
og þá áttu menn og að borga herskattinn mikla, sem
á var lagðr 1679 ; en hann var af bónda hverjum á
20 hnd. jörðu 1 vætt fiska. og 5 fiskar af kúgildi hverju,
og hálfu meira af jarðeigendum, en að tiltölu minna
eða meira eptir því, sem jarðir vóru minni eða stærri.
1684 var ástandið svo, að bersýnilegt þótti, að allar
sveitir fyrir norðan Jökulsá í Axarfirði mundi innan
skamms leggjast í auðn og fólkið deyja af hungri.
1696 var svo mikill fellivetr, að menn mundu engan
slíkan síðan hvítavetr 1634. Aumum efnahag landsins
Tímarit hins íslenzka Bókmenntaíjelags. VII. 13