Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Síða 11
203
Sigurðsson; var hann ný kominn til landsins með miklu
valdi og þótti sér fátt of vaxið. Árni átti og mál við
Magnús nokkurn Sigurðsson í Bræðratungu. Magnús
þessi, sem var drykkfeldr mjög, átti þ>órdísi, dóttur
Jóns Vigfússonar Hólabyskups, systur Sigriðar, konu
Jóns byskups Vídalíns. Fór hann illa með konu sína,
og það svo, að hún flúði í Skálholt, og vildi eigi fara
heim aptr. Var Árni þá í Skálholti, og þótti Magnúsi,
að meiri mundu kunnleikar með Árna og konu sinni
en sæmilegt væri; ritaði hann þá Árna bréf og sneiddi
i því mjög að honum og Jóni byskupi. Hófu þeir þá
mál móti Magnúsi og fengu hann dæmdan í sektir
allmiklar. Magnús sigldi þá, til að fylgja málum sín-
um fyrir hæstarétti, en hann andaðist í Kaupmanna-
höfn 1707. Hafði hann áðr beðið frænda sinn Jón
nokkurn Torfason að halda málum sínum fram, og
stefndi hann þá Árna, Jóni byskupi og fleirum. Var
málið dæmt í hæstarétti 1709 og Magnús heitinn
sýknaðr.
Af málaþrasi því, er Árni átti í meðan á nefnd-
arstörfunum stóð, komst hann í óvingan rnikla við
flesta hina helztu höfðingja veraldlegrar stéttar hér á
landi, einkum lögmenn báða, Gottrup og Sigurð, en
málin gengu honum flest á móti í hæstarétti, og hefir
þess nokkuð verið getið. Árni var á vetrum í Skál-
holti með Jóni byskupi Vídalín, sem hann hafði stutt
til embættis fyrri, og var því vinr hans hinn bezti, og
með því byskup átti opt í útistöðum, gat eigi hjá því
farið, að Árni héldi nokkuð taum hans, og varð hon-
um það eitt með öðru til óvinsælda. |>á vóru og
kaupmenn þeir, er verzluðu hér á landi, hinir mestu
óvinir Árna. Verzlun var þá, eins og menn vita, ein-
okuð, og vissar hafnir leigðar einstöku mönnum til
verzlunar. En nú vildu kaupmenn herða enn á, og
ná verzlun landsins, þannig, að þeir mætti verzla allir