Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Blaðsíða 15
207
hugi á fornfræðum jafnvel meiri í Svíaríki en í Dan-
mörku. Svo er sagt, að um daga Karis XI. hafi jafn-
vel margir sænskir höfðingjar látið sonu sína læra ís-
lenzku; því að þeir ætluðu það nauðsynlegt til að geta
skilið hin fornu lög, Svíarétt.
Af þvi, sem sagt hefir verið, má sjá, að nær ioo
árum höfðu menn erlendis reynt til að fá handrit héð-
an og þau gengið út úr landinu, fyrst tií Danmerkr
og síðan til Svíarikis, áðr en Árni Magnússon kemr
til sögunnar, en hann hefir gjört meira en allir aðrir
til að safna islenzkum handritum og fornskjölum, enda
eignaðist hann meira safn af slíku en nokkur annar
maðr hefir átt fyr eða síðar.
Eins og áðr hefir sagt verið, fór Árni heim til
íslands 1685, og safnaði hann þá handritum fyrir vin
sinn og velgjörðamann Bartólín, og að öllum líkindum
meðfram fyrir sjálfan sig. f>á er Bartólín dó, fékk
hann nokkuð af handritum hans, enda segir f>ormóðr
Torfason um Árna 1697, að hann eigi þá orðið mikið
af handritum og sé einlægt að safna þeim. Svo er
sagt, að konungr hafi boðið þeim Árna og Páli, að
safna handritum og fornum skjölum, en taka eptirrit
af því, er eigendrnir vildu eigi af höndum láta. fetta
lét Árni eigi segja sér opt ; safnaði hann á nefndar-
ferðum sínum handritum og gömlum skjölum um land
allt, en af sumu lét hann ritara sína taka eptirrit eða
skrifaði upp sjálfr, en nokkuð fékk hann að láni. Ein-
hver hinn mesti og bezti fengr, er Árni fékk, vóru
leifarnar af handritasafni Brynjólfs byskups og hand-
rit Jóns Gizurarsonar (*{• 1648), sem hann fékk frá erf-
ingjum síra Torfa í Gaulverjabæ. Einnig náði hann
í mikið af handritum þ>órðar byskups f>orlákssonar
(bysk. í Skálholti frá 1674 til 1697), en hann hafði
fengið mörg af þeim eptir föður sinn jporlák Skúla-
son byskup á Hólum (bysk. frá 1628 til 1656). Svo