Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Page 16
208
var Árni gjörhugull og nýtinn að safna, að jafnvel ein-
stök blöð og blaðaslitr vóru honum dýrmætr fengr, og
frelsaði hann á þann hátt ýmislegt, sem að öðrum
kosti mundi hafa gjörsamlega glatazt. f>á er Árni
fór héðan alfarinn 1712, hafði hann með sér mikið af
því, er honum hafði fénazt hér; en með því að þávar
ófriðr með Dönum og Svíum, skildi hann þó töluvert
eptir í Skálholti í vörzlum vinar síns Jóns byskups
Vídalíns, til þess að eiga það eigi á hættu, að allr hinn
dýrmæti fjársjóðr kæmist í hendr fjandmannanna ; segja
sumir, að það, er hann skildi eptir, hafi verið 50
kassar fullir af handritum og öðrum gömlum skjölum,
en sumir nefna að eins 30 kassa. Var þetta í Skál-
holti um 8 ár, eða þangað til friðr komst á með Sví-
um og Dönum 1720; þá flutti Raben stiptamtmaðr
það til Kaupmannahafnar, en reyndi þó til að sporna
við, að Árnifengi þetta. Sagði hann konungi, að sumt
af þessu hefði Árni fengið að láni, en sumt ætti eptir
boði konungs að ganga til leyndarskjalahirzlunnar.
Varð Árni loks að biðja konung ásjár til að geta
fengið bókakassa sína. Eptir að Árni fór alfarinn til
Hafnar, hélt hann sífellt áfram, að safna handritum
hér á landi, með aðstoð vina sinua. Skrifaðist hann
á við mjög marga íslendinga, og vóru það einkum
Jón byskup Vídalín (bysk. í Skálholti frá 1698 til
1720), Jón Árnason (bysk. í Skálh. frá 1722 til 1743),
Steinn Jónsson (bysk. á Hólum frá 1711 til 1739), Páll
lögmaðr Vídalín (-þ 1728), og prestarnir J>órðr Jónsson
á Staðarstað (J* 1720), Jón Halldórsson í Hítardal (J*
1736), Hjalti J>orsteinsson í Vatnsfirði (*j* 1752), Eyjólfr
Jónsson á Völlum í Svarfaðardal (*j* 1745), og Magnús
Markússon á Grenjaðarstað (*j* 1733).
En það var eigi að eins hér á landi, að Árni
lagði stund á að safna fornritum, heldr var hann sér
hvervetna úti um þau, er hann vissi að þau vóru fáan-