Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Qupperneq 17
209
leg. Frá Svíarfki og fýzkalandi fékk hann ísíenzk
handrit að láni til að rita þau upp. f>á er pormóðr
Torfason dó, keypti hann af erfingjunum öll handrit
hans, en það vóru 21 bindi í arkarbroti, 40 bindi f 4
blaða broti og 1 í 8 blaða broti. Eptir Jens nokkurn
Rósenkrans keypti hann og íslenzk handrit, og nokkur
fékk hann hjá Kristjáni byskupiWorm, sonarsyni Olafs
Worms, og hjá mörgum fleirum.
Miklu fé hafði Árni varið til að útvega sér hand-
ritasafn sitt. fannig borgaði hann handrit þau, er
hann fékk eptir Jens Rósinkrans, með 200 rd., en það
er eptir núgildandi peningaverði meir en 3600 kr., og
má af þessu geta nærri, hvílík undr öll þau handrit,
er hann keypti, hafa kostað. Hann hélt jafnan 2 skrif-
ara á sinn kostnað til að taka afskript af handritum
og starfa að öðru leyti að safninu, og var Jón Ólafsson
Grunnvíkingr (fæddr 1705, -j* 1779) einn af þeim. Hann
hefir ritað æfisögu Árna, og lýsir hún því, að hann
hafi elskað hann og virt sem sonr föður.
J>á er Árni hafði í meir en 40 ár varið fé og
kröptum til að safna fornum handritum, eigi að eins
íslenzkum, heldr og norskum, sænskum og dönskum,
þá vildi sú óhamingja til, að mikill eldr kom upp í
Kaupmannahöfn 20. okt. 1728, og var borgin að brenna
í marga daga. Landar Árna hvöttu hann til, að koma
safni sínu á óhultan stað hið fyrsta, en hann hugði, að
húsi sínu væri engin hætta búin, en hélt, að bækrnar
mundu komast á rugling, ef farið væri að flytja þær.
Fyrst hinn 31. okt., þá er eldrinn var kominn nærri
húsi hans, tók hann til að bjarga, og var verið að því
um daginn til kl. 5 um kveldið, en þá var eigi lengr
vært fyrir eldgangi. Árni fór út með hinum síðustu,
og sagði um leið og hann benti á bókahyllurnar, er
hann varð að yfirgefa: „Hér eru bækr, er hvergi fást
Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags. VII. 14