Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Side 21
213
hann og skrifaði vel latínu. f>ýzka tungu talaði hann
og ritaði nálega sem þarlendir menn, en frönsku
nokkru miðr, og vóru þau mál, auk danska og is-
lenzka, hin helztu, er hann talaði; en mörg önnur
tungumál skildi hann.
f>að er engum efa bundið, að Árni unni mjög ætt-
jörðu sinni; en þá var eigi tími enn kominn til að leysa
ánauðarhlekki hennar, og varð hann því að láta sér
nægja að reyna til að hemja ásælni og harðúð kaup-
manna, og ofsa, yfirgang og lögleysur valdamanna við
almúga, og leggja það jafnan til i hverju máli, er ís-
land snerti og hans álits var leitað um, sem hann ætl-
aði landinu fyrir beztu; en þó hann gæti ekki á unnið
landsmönnum sínum mikla bót á ánauðarkjörum þeirra,
þá hefir hann með því að halda saman fornritum þeirra
gjört landið kunnugt meðal útlendinga. Hann var og
verðr jafnan sómi ættjarðar sinnar og einn af hinum
ágætustu mönnum, sem ísland hefir alið.
Árni átti ekkert barn; stofnaði hann, eins ogsagt
hefir verið, sjóð af efnum þeim, er hann átti í Dan-
mörku, handa íslenzkum stúdentum, er stunduðu forn-
fræði; en það, er hann átti hér á landi, gaf hann bróð-
urdóttur sinni Ástríði, dóttur síra Magnúsar (-j- 1720),
prests að Hvammi í Hvammssveit. Hana átti seinna
jpórarinn Jónsson, prestur að Hjarðarholti og prófastr í
Dalasýslu. Sonr þeirra var Árni, byskup á Hólum, og
hefir hann að öllum líkum heitið eptir afabróður sínum
Árna Magnússyni.
Kafli sá úr jarðabók Árna Magnússonar, sem hér
birtist almenningi, nær að eins yfir Mosfellshrepp í
Kjósarsýslu. Skýrslur þessar tók Páll Vidalín ein-
samall vorið 1704 frá 19. til 2 3.júní. Kom hann fyrst
að Gufunesi 18. júni, og var þar við tjöld sín meðan
hann skrifaði upp neðri og syðri part sveitarinnar. —