Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Blaðsíða 22
214
Hinn2i. fór hann upp að Leirvogstungu, setti þar tjöld
sin og skrifaði upp jarðir í nyrðri og efri parti hrepps-
ins; en bændr komu saman til að skýra frá jörðum
sínum; og vóru tveir helztu bændr á hverjum stað vott-
ar að því, að rétt væri ritað eptir framburði bændanna.
Hinn 24. júní reið Páll úr Mosfellssveit út á Kjalarnes,
og setti tjöld sín við Vallá hina ytri. Kom þá Árni
Magnússon til hans um nóttina eptir austan yíir Mos-
fellsheiði. Hafði hann um vorið 8. maí lagt af stað frá
Skálholti, þvi að þar var hann vetrinn áðr með Jóni
byskupi Vídalín, og út í Vestmanneyjar. Var hann
þar um 5 vikur að taka jarðaskýrslur. Vóru þeir 9
daga á Kjalarnesi, og riðu þaðan 4. júlí suðr til Reykja-
víkr, og siðan á alþing hinn 8. júli.
— Af jarðabókarskýrslum þessum, saman bornum
við skýrslur þær, er teknar vóru i fyrra, má ýmislegt
sjá það, er fróðlegt má þykja. 1704, eptir allmörg
harðindaár, vóru kýr í Mosfellshreppi 237, en í fyrra
eptir nýár 1885 vóru kýrnar þar að eins 103, eða meira
en helmingi færri. 1704 vóru ærnar 387, en í fyrra
1,467. 1704 var hross-peningr allr 131, en í fyrra
212. Af þessu sést, að hrosspeningr, og þó einkum ær,
hafa mikið aukizt, en kýr aptr fækkað mjög, og er
það ekki gott merki upp á framför í jarðrækt og
búnaði. 1704 vóru menn í Mosfellshreppi 264, en í
fyrra 305. Gjöri menn nú, að gagnsmunir af hverri
kú séu 240 kr., og af hverri á 12 kr. á ári, þá verðr
afrakstr af nytpeningi hreppsins 1704 61,524 kr.;
en 1885 42,324 kr. Sé nú upphæðum þessum deilt
með mannfjöldanum hvort ár, þá koma 1704 á hvern
mann 233 kr.; en 1885 139 kr. af afrakstrinum; og
sýnir það ólikt betri afkomu þá en nú, ef aðrar ástæður
værijafnar. Enn fyrst er þess að gæta, að þó tún hafi
vafalaust þá verið toluvert betr ræktuð en nú gjörist,
þá hefir þó kúm verið gefið meira úthey en nú á