Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Síða 92
284
þess, að í veizlu á alþingi 1708, sem Páll Beyer hélt höfð-
ingjum, flugust þeir Páll og Oddr svo á í ölæði, að þeir
mundu hafa stórum skemmt hvor annan, ef eigi hefði ver-
ið til friðar stillt, en fólk flykktist að veizlutjaldinu til að
heyra fáryrðin og ólætin. 1717 var Páll kominn í vand-
ræði með fjárvörzlur sínar og var boðaðr utan til að gjöra
reikning ráðsmennsku sinnar, en hann dó á leiðinni í Lár-
vík í Noregi. Páll var maðr brjóstgóðr og óeptirgangssamr,
eins og sjá má af margvíslegri tilhliðrun hans við Mos-
fellinga.
5) Jens Jörgensson var umboðsmaðr á Bessastöðum
1695—1702; þá misti hann umboðið, eins og sagt hefir verið.
Fór hann þá að búa á Brautarholti á Kjalarnesi. 1715
fór hann utan, en kom inn aptr árið eptir. Jens kvongað-
ist 1698 á þingeyrum Soffíu systur Gottrups lögmanns.
6) Anclrés Bafn Ivarsson tók 1693, þá er Heidemann
sigldi, við umboði þeirra, er höfðu tekjur landsins á leigu.
Var hann umboðsmaðr til þess er hann andaðist 1695.
Andrés var maðr fáskiptinn, en þó ágengr.
7) Ólafr Klow var kaupmaðr í Keflavík. Hann var
umboðsmaðr Jóhanns Klein og getr hans á alþingi t. d.
1674 og 1677. 1689 hefir hann verið á lífi, því að þá
tekr hann á leigu ásamt ekkju Jens nokkurs Thomsens
verzlunina í Keflavík, á Skagaströnd og Beykjarfirði. Ólafi
Klow lýsir Espólín sem »spökum manni og mannorðs-
góðum«.
8) Lauritz Hansson Scheving var sonr Hans dómara
í Björgvín í Noregi. Espólín og Bogi á Staðarfelli telja,
að Lauritz hafi verið umboðsmaðr Jóhanns Klein; en mér
þykir mjög efasamt, að svo geti verið, því að Lauritz var
að eins 19 vetra, þá er Jóhann Klein sleppti hér fógeta-
dæmi 1683. Sannara er án efa það, sem stendr í Jarðabók
Arna Magnússonar, að Lauritz hafi verið umboðsmaðr
Heidemanns. 1694 mun Lauritz hafa fengið Eyjafjarðar-
sýslu, en konungsbréf fókk hann þó fyrir henni fyrst 1705,
og var hann þar sýslumaðr til 1722. Hann hafði og
Möðruvallaklaustr að léni, og 1715—16 var hann stiptamt-