Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Page 93
286
manns umboðsmaður í stað Odds Sigurðssonar, er þá
var erlendis. Lauritz andaðist 1722, og er af honum kom-
in ætt mikil.
9) Knútr Storm mun vera hinn sami, sem var kaup-
maðr í Keflavík um og fyrir 1700, og fékk Hólmfast Guð-
mundsson, hjáleigumann á Brunnastöðum, staurhýddan fyrir
að hafa selt nokkuð af úrkasts-fiski f Hafnarfirði, en hann
átti að leggjast inn í Keflavík.
10) Jón Eyólfsson var sýslumaðr í Kjósarsýslu og
einnig í Gullbringusýslu. Hann var einn af þeim þremr
Islendingum, sem sigldu 1683 til að semja um kaupskrána.
Hann var nokkrum sinnum umboðsmaðr Kristjáns amt-
manns Miillers, enda vóru þeir vinir miklir. Jón varð vara-
lögmaðr 1707 og sat það ár í lögmannsstóli fyrir Gottrup,
og sömuleiðis 1713—16 í stað Páls Vídalíns, er vikið hafði
verið frá lögmannsembætti og þau ár átti í málavastri.
Opt var hann að dómum í yfirrétti og 2 ár farseti í hon-
um. Jón bjó að Nesi við Seltjörn hinn seinni hluta æfi
sinnar og andaðist 1716. Jón var maðr hægr og hygginn,
en skörungr eigi mikill.