Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Side 107
299
iriu heitir Kjöng eða Söúl; íbúar eru um 200 þúsundir;
lýsa ferðamenn bæ þessum svo, að búsin séu fremur smá,
með helluþökum; göturnar óhreinar með forar-pollum og
lækjum; kring um hús höfðingjanna eru hlaðnir háir garð-
ar, og konungshöllin tekur yfir mikið svæði; á húsum al-
þýðumanna eru pappírsgluggar eða skjáir, og húsbúnaður
er allur lélegri heldur en hjá Kínverjum. Kóreubúar reykja
mikið, og á daginn ganga flestir með langar reykjarpípur
á götunum; flestir eru vel búnir; eru þeir í hvítum, græn-
um eða bláum fötum, og hafa uppmjóa hatta úr hrosshári;
þegar þeir syrgja ástvini sína, eru þeir í gráum mussum
og hafa hvíta hatta. Aðallinn og embættismennirnir ráða
öllu og alþýða manna hefir varla meiri rétt en þrælar.
Af ferðamönnum, sem hafa farið um Kóreu, skal eg
að eins nefna W. B. Carles, I. C. Hall, H. A. C. Bonar,
C. Gottsche, S. B. Bernerston, Fr. Cowan og Gowland.
Gowland fór yfir Kóreu þvera, og segir hann, að fjöllin
séu hvergi hærri en 4000 fet. W. Carles fór norður eptir
Kóreu og skoðaði þar töluverðar gullnámur; á ferð hans
urðu fyrir honum stórkostleg hraun, setn að stærðinni til
ganga næst hinum stærstu hraunbreiðum á Islandi.
Stjóm og ástand á Kóreu tekur eflaust nokkmm fram-
förum, þó hægt fari; þýzkur ferðamaður, Möllendorf, sem er
kunnur fyrir ferðir sínar og rannsóknir í Asíu, hefir nú
nokkur ár verið æðsti ráðgjafi konungsins; hefir hann, sem
búast mátti við, átt þar í eintómu stríði og baráttu, og nvi
er hann farinn þaðan aptur (24. nóv. 1885); þar í landi voru
róstur og óeirðir, svo hann hélzt þar ekki við.
Austur-Indland er nú nú orðið allkunnugt Európu-
mönnum, því þar eiga þeir stórar lendur og samgöngur eru
orðnar örari á fljótunum; þó eru þar enn mörg héruð
norðan til, sem menn vita lítið sem ekkert um. Erakk-
neskur læknir, P. Néis, hefir nýléga rannsakað löndin ofan
til við ána Mekong, og Englendingur, H. S. Hallett, hefir
gjört margar mælingar austan til í Birma til þess að sjá,
hvort tiltækilegt væri að leggja þar jámbraut; Englending-
ar hafa nefnilega verið að hugsa um að leggja jámbraut