Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Qupperneq 114
306
fljótið kemur mestur kuldi, sem menn þekkja á jörðunni;
hinn mesti kuldi, er menn nokkurn tíma hafa orðið fyrir,
var þar 30. des. 1871; þá var hitinn -f- 63°,2 0. Meðal-
hitinn í janúarmánuði er -f- 49° C; þegar norðar dregur
nær Ishafinu verður aptur heitara; í Ustjansk við mynnið
á Janafljótinu er meðalhitinn í janúar -f- 41°,4 C. Heit-
asti mánuðurinn í Werchoiansk er júlí; þá er meðalhitinn
+ 15°,á C, en meðalhiti ársins er þar -f- 16°,7 C.
Kaldur vínandi. í sumum löndum þykja áfengir drykkir
beztir þegar þeir hafa verið kældir fjarskalega; allt að -f- 20°
C; svo kalda drykki drekka menn úr trébikurum, því
mjög kalt gler er óþægilegt fyrir varirnar. Rom og kognac
verða þykk eins og síróp, ef í þeirn er helmingur af hrein-
um vínanda og þau eru kæld unz þau hafa -f- 30° C
hita; sé þau kæld enn meir, t. d. -f- 40 til 50° C, verða þau
föst 1 sér og seig. Ef sterkt brennivín er kælt svo, að
það er -j- 70° C, og svo sopið á því, hefir það sömu áhrif
á munninn eins og sjóðandi heit súpa eða grautur.
Á toppinum á hæsta fjallinu á Skotlandi, Ben Nevis,
sem er 4300 fet á hæð, hafa síðan 1881 verið gjörðar veð-
urathuganir. Úrkoman (regn, hagl og snjór bræddur) er
þar árlega 139£ þumlungur; þar rignir þá jafnmikið á einu
ári, eins og á 5 árum í Reykjavík.
Englendur, að nafni Erasmus Wilson, hefir fengizt við
að telja og mæla höfuðhdr manna. Hvert hár segir hann
sé að meðaltali úr þumlungi að þvermáli. Hár karl-
manna eru optast miklu smágjövari og mjórri en kvenn-
mannshár. Digurð háranna er mismunandi eptir háralitn-
um; ljós hár eru mjóst, svört digrust. Wilson segir, að
höfuðhárin séu að meðaltali á hverjum manni 120 þúsund
að tölu, en liturinn hefir líka áhrif á háratöluna; á einum