Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Síða 115
307
ferhyrningsþumlungi vaxa að meðaltölu 728 ljós hár, 638
ljósjörp, og 585 svört hár. Hárið er slæmur hitaleiðaii og
heldur því jöfnum hita á höfðinu; hjá hverju hári eru fitu-
kirtlar og úr þeim smitar hárfeitin urn hárin; það er því
engin þörf á að bera smyrsli í hár sér, ef hárin eru ósjúk;
það er miklu fremur til skaða.
Broddurinn d býflugunum. Til skamrns tíma var það
ætlun manna, að hunangsflugurnar að eins notuðu brodd-
inn sér til varnar, en nýlega hafa menn fundið, að flugan
notar hann á enn annan hátt. I hunangi býflugnanna hafa
menn fundið sýrutegund, sem heitir maurasýra; þessi sýra
gerir það að verkum, að hunangið skemmist ekki eða rotn-
ar, heldur geymist óbreytt í býflugnabúunum; menn vissu ekki
áður, hvaðan sýra þessi kom í hunangið, en nú hafa menn
tekið eptir því, að hún kemur þangað úr býflugnabroddin-
um. I býflugnaeitrinu er mikið af maurasýru; við og við
síast eitur út úr broddinum, og eiturdropana láta flugurnar
falla í hunangið. Broddlausar býflugutegundir í Suður-Ame-
ríku safna ekki hunangi til muna, af því það skemmist svo
fljótt hjá þeim. Ymsar maurflugna-tegundir safna að sér
töluverðu af korni, og getur það geymzt í híbýlum þeirra
mörg ár án þess það »spíri«. A Indlandi lifir lítil rauð
maurflugutegund, sem safnar að sér hveitikornum; nátt-
úrufræðingur, Moggridge að nafni, hefir opt tekið eptir því,
að hveitikornin í gsymsluhúsum þessara maura fara að
»spíra«, ef maurarnir ekki fá að komast að þeim, en annars
ekki; hann hefir með tilraunum sýnt, að það er maura-
sýra, sem maurarnir láta á kornin; sýran hindrar þau frá að
spíra, án þess að þau þó missi frjófgunarafl sitt.
í alls konar vatni er optast mesti urmull af skolpdýr-
um (infusoria); það eru smádýr, sem eigi sjást með berum
augum, en þó geta þau gert vatnið gruggugt, ef þau eru
20*