Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Side 120

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1886, Side 120
312 Danir hafa nú um nokkurn tíma gert út ýmsa vís- indamenn og sjóliðsforingja til þess að rannsaka og mæla vesturströnd Grænlands; hefir stjórnin lagt til þess allmik- ið fé, enda hefir mikið á unnizt, svo menn þekkja nú mestan hluta vesturstrandarinnar ágætlega vel, bæði hvað landafræði og jarðfræði snertir. Seinustu árin hafa þeir líka reynt til að rannsaka suðurhluta austurstrandarinnar og hefir þeim þegar töluvert á unnizt. |>essi rannsókn á austurströndinni byrjaði 1883; sá heitir G. Holm, sjóliðs- foringi, sem fyrir ferðunum hefir ráðið. Seint í júlí 1883 héldu þeir Holm á stað til austurstrandarinnar. Með hon- um voru 40 manns, og þar á meðal 3 vísindamenn: Garde sjóliðsforingi, Knutsen steinafræðingur norskur, og Eberlin læknir. þetta sumar komust þeir norður á 61° n. br., sneru svo við aptur, en skildu þar eptir töluverðan vista- forða; þessi ferð átti að eins að vera til undirbúnings. Veturinn 1883—84 dvöldu þeir í Nanortalik, á vesturströnd- inni. Um vorið 1884 5. maí hélt Holm aptur á stað; ætlaði hann sjálfur að fara með nokkra menn svo langt sem auðið væri norður eptir austurströndinni, en hinir áttu að snúa við og mæta honurn svo aptur, er hann kæmi að norðan sumarið 1885. Voru þeir nú 37 saman, karlar og konur; höfðu þeir 4 kvennbáta og 8 húðkeipa einróna (kajaka); 28. júní komust þeir þangað, sem þeir höfðu látið eptir vistirnar; nokkru norðar hittu þeir Skrælingja af austurströndinni og fylgdust með þeim norður á við; fengu þeir ísa mikla og illviðri, og 17. júlí voru Grænlendingar frá vesturströndinni orðnir svo skelkaðir, að margir vildu snúa aptur, og fóru þeir á 2 bátum; héldu þeir Holm enn norður og voru víða skriðjöklar fram í sjó; var sá þeirra, er Puisortak heitir, einna geigvænlegastur; þar eru langa leið fyrir landinu jökulhamrar óslitnir, en opið haf á aðra hönd. A 62° 38' n. br. sneru þeir Garde og Eberlin við, en Holm og Knutsen héldu áfram; höfðu þeir 6 ræðara á bátum sínum tveimur. Austanmenn fylgdu þeim á 4 bátum. þeir Garde og Eberlin komu 26. september til Nonortalik og ,voru þar um veturinn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.