Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 75
75
Glaður í skapi Grímur var,
gesti ljet i stofu bjóða;
hressing vill hann þægi þar
þyrsta konan göngumóða.
Full hann hellir staupin stór,
stóð þá kelling öll á nálum,
þegar svellur Boðnar bjór
borinn Elli á silfurskálum.
Þeim varð dátt við drykkinn hans,
dönsuðu nú sem allra kærast,
unz á gang hins garnla manns
glímubragur tók að færast.
Kelling hatði áður i
öðru hnjenu forna rnæði.
Hver vill eiga undir því,
að hann fái gikt í bæði?
Því fór Elli að þrútna kinn,
þótti heldur kárna garnan;
pyngir hún nú í poka sinn
pytlingunum öllum saman.
Kveður hún svo við kaupin slík,
kvaðst þá ganrla Elli-tetur
rölta nú inn í Reykjavík,
reyna hvort þar seldist betur.
Seinna þetta sarna kvöld
sönglaði’ hún inn með Skerjafirði:
»Kraptur handa heilli öld, —•
Hrólfur — tíu skálda virði!«
Þ. fi.
Islenzk hringsjá.
NÝÍSLENZKAR BÓKMENNTIR eru lítt kunnar í údöndum, en menn eru
þó á seinni árum farnir að taka nokkuð eptir þeim, einkum á Þýzkalandi. Á síð-
astliðnu ári hefur ungffú M. Lehmann-Filhés í Berlín þýtt bæði söguna »Vonir <
eptir Einar Hjörleifsson (f »Die Frau«, 12. h., bls. 798—807) og ýmsa kafla úr
»Árbók hins íslenzka fornleifaljelagS'* og a’uk þess skrifað nokkrar ritgerðir um