Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 44

Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 44
44 / vökvinn um likamann. Við blóðtökur og spýtingar verður auðvitað að gæta hins mesta hreinlætis. Meðal þetta fæst nú í lytjabúðum, en verðið er enn geypihátt. Flestar þjóðir verja nú stórfje til þess að gera tilraunir með meðal þetta og búa það til og hefúr rikisþing Dana á siðustu fjár- lögum veitt 10,000 kr. í þvi augnamiði. Pað þarf ekki að fara mörgum orðum um það, hverja þýðingu þessi uppgötvun og aðrar þvílíkar hafa fyrir mannkynið. Peir sem þær gjöra, hafa unnið stærri sigur en hinir frægustu hershöfðingjar og hetjur styrjaldasögunnar. Mörg móðir, sem með harmstungnu hjarta hefur mátt horfa uppá, hvernig hin banvæna barnaveiki hefur lirifið blessuð börnin úr faðmi hennar, mun hástöfum blessa minningu þessara manna, er hún sjer þau rakna við úr dauðamókinu og getur aptur þrýst þeirn að hjarta sjer sem heimtum úr helju. G. Br. Úr menningarsögu íslands. Það hefur löngum verið sagt, og er orð og að sönnu, að bókmennt- irnar okkar fornu sjeu sá dýrasti fjársjóður, sem vjer Islendingar eigum til. En það mun þó fæstum fullljóst, hversu óþrjótandi þessi fjársjóður er og hversu mikil og margháttuð not má af honum hafa. Flestir þeir, er fornrit vor lesa, gera sjer það til ununar. Mönnum þykir gaman að frásögninni um orustur og aðra heljarviðburði, er sögurnar greina frá, og dást að hugrekki og snarræði hetjanna, snilliyrðum þeirra og mörgu fleira i fari þeirra. Þeir, sem dýpra leggjast, hafa að jafnaði annaðhvort rannsakað sjálft málið, orðmyndirnar og hinn undurfagra stíl, eða laga- skipun og rás hinna áhrifamestu höfuðviðburða i þjóðlifinu (hina pólit- ísku sögu), eða þá sögu sjálfra bókmenntanna. Aptur hafa sárfáir fengizt við að rannsaka daglegt lif og háttu forfeðra vorra og bera það saman við lifið nú á tímum. Af þessu má þó margt og mikið læra, þvi að þvi verður ekki neitað, að forfeður vorir stóðu i mörgum greinum framar en vjer. Þeir vóru miklu meiri búmenn en vjer og ráku búskap sinn með miklu meira dugnaði og að mörgu leyti með meiri forsjálni. Peir höfðu og að mörgu leyti betri húsakynni og vóru meiri þrifnaðarmenn. Peir gerðu sjer margfalt meira far um að efla gott heilsufar og auðga likam- ann að kröptum, liðleik og harðfengi en vjer, bæði með því að temja sjer margskonar íþróttir frá blautu barnsbeini og með ýmsu fleiru, er miðaði að þvi, að styrkja hörund þeirra og heilsu (t. d. baðast, bakast við eld o. fl.). Hjá þeim var og miklu meira fjelagstyndi og samtök, þegar einhverju þurfti áleiðis að koma, sem hverjum einstaklingi var um megn, enda vóru þeir miklu meiri fjörmenn og gleðimenn og sóttu betur mannfundi bæði til þess að skemmta sjer og til þess að ræða nauð- synjar sinar og framfaramál. En það er sannreynt, að það er fátt, sem betur eflir framtakssemi og menningaranda en fjör, gleði og tiðir mann- fundir. Þeir gerðu sjer og almennt meira far um að manna sig en vjer, með þvi að fara utan og kynna sjer háttu annarra þjóða og læra at þeim. Pá þótti sá ekki að manni, er ávallt kúrði heima í föðurgarði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.