Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 52
52
Og hvildu nú Pjetur, þitt hjarta var traust,
við hættuna sá jeg þig leika,
og fyr en þú sverðið að siðustu brauzt
þá sá jeg ei höggunum skeika;
og hælist nú sá yfir sigrinum þeim,
er sótti þar anda þinn sljófgaðan heim
og hönd þina blóðlausa’ og bleika.
En þá er að vita hver signir nú sig
og »sannfærist« eins og hann Pjetur;
um slikt fæst nú lifið ei meira við mig,
en máske tekst dauðanum betur;
þó hætt sje við kannske að húmi nú skjótt,
þá hef jeg þó enn ekki vakað þá nótt. —
Við biðum og sjáum hvað setur.
Hleyptu heimdraganum!
Ef framtíðar trúin er flúin úr landi,
er framfara vonin byggð á sandi.
Því hvað gerir vesæll vonlaus maður?
Hann verður á hundaþúfunni staður.
Hann glápir á uppblásnu hoitin og hraun
með hálfloppnar krumlur og blæs í kaun.
Hann kvartar um vegleysi og kaupmanna fals
og kennir um fátækt, er hamli honum alls.
En fátækt hann hafís og kuldanum kennir,
er kotið og fjenaðinn helgreipum spennir.
Hann leggur því alveg árar í bát
og ætiar að forlögin gert hafi hann mát.
En slikt er tyrkneskur hugsunarháttur
og heimdraga-amlóðans fyrirsláttur.
Því ef hann reyndi nú áfram að mjakast,
ætli honum mundi ekki þó nokkuð takast?
Ef hann vildi nú hefjast handa
og hendurnar láta úr ermunum standa,