Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 13
i3
ekki skjátlast mikið í því. Sauðarverðið mundi reynast honum sem
frækorn, er sáð væri í frjósaman akur og gæfi margfalda uppskeru.
Tökunt eitt einasta dæmi. Bóndi í Húnavatns- eða Skagafjarðarsýslu
þarf nauðsynlega að bregða sjer suður til Reykjavíkur um túnaslátt-
inn. Hann verður þá annaðhvort að fara landveg með marga hesta
og vera burtu 'frá heimilinu að minnsta kosti vikutíma, eða, ef
hann er hestalítill eða heilsutæpur, með strandferðaskipinu og
flækjast með því hringinn í kring um landið og vera hjer um bil
viku á skipsfjöl hverja leið. Hvað skyldi nú slíkt ferðalag kosta
hann um hásláttinn? En lægi nú járnbraut norður um land milli
Reykjavíkur og Akureyrar, þá gæti hann, ef eimlestin væri nokkurn
veginn hraðgeng, komizt til Reykjavíkur á hálfum degi, og komi
eimlestin hvergi við, jafnvel á fáeinum klukkustundum. Skyldi
hann ekki verða búinn að fá sauðarverð það, sem hann hefði lagt
í járnbrautina, borgað að fullu eptir fyrstu ferðina?
En það er varla hætt við því, að á nýjum skatti þurfi að halda.
Landssjóður getur borið kostnaðinn, ef rjett er að farið. Ef öllu því
fje, sem ætlað er til þjóðvega, er varið til járnbrauta, verða hin
nýju útgjöld til þeirra ekki svo ýkjamikil. Auk þess mundi lands-
sjóði sparast annar kostnaður, er járnbraut væri lögð norður um land,
nefnilega tii strandferða. Allar liringferðir mundu þá reynast óþarfar
og falla burt af sjálfu sjer. ÍM hver ætli vildi vera að hringsóla
með strandferðaskipi millum Suðurlands og Norðurlands, þegar
hann gæti komizt á járnbraut á margfalt skemmri tima og fyrir
minna verð ?
Hin nýja stefna í samgöngumáli voru ætti því að vera þessi:
i) A landi: 2 aðaljárnbrautir, önnur frá Reykjavík austur í Arness-
og Rangárvallasýslur, hin norður um land til Akureyrar. Ut frá
þeim smábrautir, þriðjungsbrautir, sporbrautir eða akbrautir. 2) A sjó:
Tíðari skipaferðir milli íslands og útlanda, einkum Englands. Smá-
skip með ströndum fram, eitt frá Reykjavík til Austurlandsins, annað
til Vesturlandsins, en engar hringferðir. Auk þess að minnsta kosti
einn gufubátur í hverjum landsijórðungi, einn á Suðurlandi, annar
á Vestfjörðum, þriðji fyrir Norðurlandi, tjórði á Austfjörðum.
Þetta er það takmark, sem við ættum að keppa að fyrst um
sinn, og þegar því væri náð, mætti fyrst segja, að samgöngur vorar
væru komnar í viðunanlegt horf. Þá mundi líka auðmagn landsins
skjótt aukast svo, að hægt væri að halda lengra áfram í sömu stefnu.
En skorti oss þor og þrek til að leggja út í þann kostnað, sem