Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 36

Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 36
3^ að þær sjeu þurrar, en niðri í lungunum eru þær í votu slírni eða grepti. Þær berast ekki heldur írá sjúklingunum með svitanum, en því verður ekki neitað, að þær geti endrum og sinnum borizt írá þeim með saur og þvagi; þegar svo er, er þó ekki mikil hætta á ferðum. Það er víst, að víða í útlöndum er berklasótt algeng í kúm; hvernig þessu sje varið hjer á landi, mun enn vera ókunnugt, en það er augljóst, að menn geta fengið veikina úr kúnum, ef þær hafa hana. Aðalhœttan er þó fólgin í krákum sjúklinga með lungnatæringu og gálausri meðferð á þeim. Helzta vopnið til að berjast gegn útbreiðslu veikinnar er að gera hrákana hœttulausa. Sjúklingarnir mega ekki hrækja á gólfin nje í vasaklútana sína, heldur eiga þeir að hrækja í hrákadalla eða hrákaglös, og skal hella karbólvatni á botninn, eða hylja hann með votu sagi eða votum sandi; þessi ílát verður að hreinsa daglega, brenna hrákana, en þvo ílátin með sjóðandi vatni. Vasaklúta sjúklinganna, rúmföt og nærföt má ekki þvo nreð fötum heilbrigðra, því að æfinlega er mögulegt, hve mikil varúð sem höfð er, að hráki sjúklinganna hafi komizt í þau, t. d. í hósta- kviðunum. Það á að sjóða föt þeirra og klúta, áður en þvegið er. Sje þessa gætt, er ekki mikil hætta á því, að veikin berist frá sjúklingunum til heilbrigðra, og það ætti að vera siðferðisleg skylda sjúklinganna að gera allt sitt til að komast hjá þvi, að svo verði. Það ætti að vera þeiin ógurleg tilhugsun að valda með hirðuleysi sínu hættulegri veiki á öðrum, ef til vill þeim, sem næst þeim standa og eru þeim kærastir. Húsbændur ættu að hafa eptirlit með heimilisfólki sínu í þessu. Það á ekki að vera til svo aumur kofi, að ekki sje hrákadallur í baðstofunni, því að æfinlega getur borið að garði gesti með veikina, þótt enginn sjúklingur sje á bænum. Auk þess er ekki við því að búast, að alþýða þekki veikina í fyrstu, en hún getur sýkt aðra, jafnvel meðan hún hagar sjer eins og langvinnt kvef. Hver maður ætti að gera sjer það að fastri reglu, vegna sjálfs sín og annara, að leita læknis sem fyrst. Það er hirðuleysi, sem getur hefnt sín grimmilega, að ganga með hósta vikum og mán- uðum saman, án þess að leita sjer lækninga. Því miður hefur sú orðið reyndin, að almenningur hjer á landi er seinn til að fylgja læknisráðum, til þess að varna útbreiðslu sjúkdóma; þvi til sönnunar þarf ekki annað en minnast á sulla- veikina. Mjer dylst það því ekki, að hætt er við, að sama verði ofan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.