Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 64

Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 64
64 menni, og er slikt eigi furða, en hitt miklu meir, hversu krakkaöngunum tekst aö forða lifinu, því ekki er svo sem gætnin stór. Eptir miðju strætinu liggur akbrautin, cn beggja vegna fram með húsunum liggja gangbrautir; eru þær eingðngu ætlaðar fótgangandi mönnum, en eigi verðuf þó hjá þvi komizt að stiga út á akbrautina. Dags daglega á timabilinu 2—4 skreiðist fyrirmannafólkið úr rekkju og dregst út á strætin til að ljetta sjer upp, þ. e. sýna sig og sjá aðra. Eru það einkum aðalstræti bæjarins, og þá fremst í flokki »Austurgata«, er menn velja til göngu sinnar um þetta leyti dags, og er þar alloptast litt hægt að þverfóta sakir þrengsla. Safnast þar slæpingjar af ýmsum stjettum og ýmsum aldri; hafa þeir sett sjer það sem aðalmark og mið í lifinu að sóa fje foreldra sinna, og eru þeir flestir fullnuma í þeirri list, en kunna litt til vinnu. Kæra þeir sig kollótta um visindi, skáldskap, fagrar listir og allt það annað, er mest þykir um vert i lífinu, en aðal- viðfangsefni þeirra er það, hvert fata- snið tíðkist nú mest i Parisarborg, hverjir riettir matar helzt megi vekja lyst hjá söddum manni og hverjir skrautgripirhelzt megi finna náð fyrir augum vændiskvenna þeirra, er þeir hafa kynni af. Þessir menn eru auð- þekktir á skrúða sínum og öllu hátta- lagi. Ganga þeir á flikum, er.hosast upp á mitt bak eins og stutttreyjurnar gömlu, og kalla yfirfrakka. Brækur bera þeir hólkviðar og brettar upp á miðjan kálfa hvernig sem viðrar. Göngustaf bera þeir í hendi sjer, en aldrei stinga þeir honum niður; á harin helzt að vera svo stór og staurslegur, að þeir kikni við í hverju spori af þyngslunum, þvi ekki er svo sem kröptunum til að dreifa. Á höndum sjer bera þeir bleikálótta glófa. Ekki þykir til spilla að bera gullspangagleraugu, en hvort þau nokkuð skerpa sjónina þykir litlu skipta. Loks bera þeir silkihatta á höfði, er mest svipar til tjörukagga í lögun. Letimagar þessir eru eins og nokkurs konar óþrif á likama mannfjelagsins, og skyldi maður ætla, að öllum væri sem mest um það hugað að losast við þá, en svo er eigi. Þykja þeir ómissandi stórbæjarbragsins vegna, þvi þannig er lifinu háttað meðal stórþjóðanna. I kvennleggnum má og finna nokkuð likt þessu, og má þar sjá margar drósir kringilega klæddar og skreyttar blómum og gullglingri, en þeíinn af smyrslum þeim, er þær rjóða á sig, leggur fyrir vit þeirra, er fram hjá ganga, og er stundum við þvi búið að mönnum slái fyrir brjóst af stækjunni. Straumnum þokar ofur hægt áfram og er það vel til fallið, þvi við það gefst hyskinu færi á að senda hvert öðru hýr augnatillit og blið töfrabros, og, ef vel er, smábendingar i mannþrönginni. Pykir mörgum þetta góð skemmtun og Kafli af Austurgötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.