Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 63
é3
í eptirdragi og hrópa og æpa allt hvaö af tekur til að vekja athygli
manna. Þykir sá bera ægiskjöld yfir öllum, er ámátlegast getur hrópað.
Er mesta kvalræði að heyra þetta daginn út og daginn inn, en þó kastar
fyrst tólfunum, er nokkrum hræðurn ægir saman í einu stræti, því þar
syngur hver með sínu nefi. Syngur einn kola sínum og þyrsklingi lof
og dýrð i hvellum rómi, annar tónar pistil sinn um grænkál og blóm-
kál með dimmri og draugslegri rödd, en tannlausar og skjálfraddaðar kerl-
ingar reka lestina og þeyta i skrækum og hvinandi tón lofsöng um síld
og ál á titrandi raddbylgjum inn um opná gluggana. Er eigi furða þótt
aðkomumönnum verði eigi svefnsamt hjer fyrstu morgnana og óski hyski
þessu norður og niður.
Eptir þvi sem á liður daginn eykst umferðin; vagnar þjóta fram
og aptur um strætin i ýmsar áttir og lætur umferð þeirra allt annað en
vel í eyrum þeirra, er óvanir eru sliku. Ymislegt er það á strætum úti,
er vekur athygli vora, og er eitt meðal annars barnamergðin, einkum í
smástrætunum. Litur helzt út fyrir, að Kaupmannahafnarbúar, fátækling-
arnir eigi hvað sizt, hafi fengið samskonar fyrirheiti og Abraham, því
vel má um þá segja, að niðjar þeirra sjeu eins og sandkorn á sjávar-
ströndu. Krakkarnir mora frarn úr öllum. krókurn og kimum og kjallara-
hálsum og velta um strætin eins og brimalda með orgi og illum látum.
Skipar allmargt af þessu dóti þegar á unga aldri flokk með föntum og
fúlmennum, þvi ekki er svo sem að tvfla uppeldið. Pá er hundavað-
urinn. Er svo að sjá sem Kaupmannahöfn sje helgur griðastaður öllum
hundum, eins og kirkjur voru flóttamönnum á fyrri öldum. Leita hundar
þangað úr ýmsum áttum á líkan hátt og menn af ýmsum þjóðurn leita
til Vesturheims. Má þar lita hunda af ýmsu tagi, bæði stóra og litla,
ljóta og fallega, grimma og meinlausa, skynsama og vitlausa, og öllum
regnbogans litum bregður fyrir meðal þeirra; þá eru nokkrir, sem draga
á eptir sjer langa drösulróu, og aptur aðrir róulausir, eyrnalausir og mjer
liggur við að segja hauslausir. Sumir eru lubbalegir og óþrifalegir og
illa til fara, en aðrir stroknir og þvegnir og kliptir og kembdir með
silkibönd um hálsinn og á rauðum og bláum flöjelssloppum. Er það
unun ýmsra rneðal kvennþjóðarinnar, er eigi hafa neitt fyrir stafni, að
dekra við hunda sína sjer til afþrejdngar. Njóta þeir sumir hverjir meira
ástfósturs en börnin.
Um hádegisbilið er allt á fleygiferð um strætin og er nú eigi laust
við, að það sje hálfgert hættuspil að vera á ferli, eigi sizt fyrir viðvan-
inga eins og vjer Islendingar erum fyrst í stað, er vjer komum til
Hafnar. Veit aðkomumaður eigi hótið af fyrri en vagn er kominn á
hæla honum, og snari hann sjer undan, er það engum efa bundið, að
þegar í stað er annar kominn svo nærri, að hestarnir stinga votri snopp-
unni framan í hann; taki hann svo loks í dauðans ofboði til fótanna til
að forða lífinu, er það segin saga, að hann anar beint í fangið á karli
eða kerlingu með vagn i eptirdragi, og á hann þar óbliðar kveðjur í
vændum. Allt hrópar hyskið »varsko!«, sem kvað eiga að þýða »varaðu
þig!«, en bæði jeg og margir aðrir góðir menn tóku það lengi vel fyrir
»veskú« og þótti óþarfa kurteisi; eigi nennir heldur hyskið að hrópa
fyrri en í síðustu lög og að því er komið, að maður verði fótum troð-
inn. Er það alltítt, að menn sjeu keyrðir undir, einkum börn og gamal-