Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 45

Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 45
45 (sbr. heimskur o: sá sem ávallt situr heima, að hleypa heimdraganum, heimskt er heima alið harn o. s. frv.). Margt fleira mætti til tina þessu likt. Pað, sem hjer hefur verið bent á i almennum orðum, munum vjer nú skýra smátt og smátt betur i riti voru með þvi að láta það flytja smágreinar úr menningarsögu landsins, er lýsi ýmsum atriðum í lífi og háttum forfeðra vorra, og vonum vjer, að slíkt geti orðið bæði til skemmt- unar og fróðleiks. Mun það þá og koma æ betur og betur i ljós, að vjer getum lært margt og mikið af þeim, og að eigi hefur verið orðum aukið, það sem sagt er hjer að framan, þótt sumum nútiðarsonum lands- ins kunni að þykja hart að verða að trúa því. I. Vdtrygging á þjóðveldistímanum. Hjá öllum þjóðum, sem teljast vilja til hins menntaða heims, er það nú almennur siður, að vátryggja bæði hús, húsgögn, skepnur og vörur i sjóðum, sem til þess eru stofnaðir. Til þess að koma slíkri reglu á, hefur sums staðar orðið að þvinga menn til þess með lögum (t. d. i Danmörku), en á slíkum þvingunarlögum hefur ekki þurft að halda nema skamma stund, þvi mönnum hefur brátt lærzt að nota sjóðina af frjálsum vilja, og nú er svo komið, að engum dettur i hug að eiga óvátryggt hús, og allir, sem nokkra forsjálni hafa, vátryggja líka hús- gögn sin og skepnur. Vjer Islendingar erum i þessu sem mörgu öðru langt á eptir öðrum samtiðarmönnum vorum. Vjer eigum engan sjóð til þess að vátryggja hús vor í, og utan kaupstaða rnunu sárfáir vátryggja hús sín og bæi. Pað sýnir bezt, hve tilfinningin í þessu efni er sljó hjá oss, að það eru ekki mörg ár siðan, að hús brann þrívegis til kaldra kola hjá einhverjum hinum bezt menntaða og ráðdeildarmesta bónda landsins (Einari heitnum Asmundssyni i Nesi) án þess að hann hefði vátryggt það. I kaupstöðum vátryggja menn reyndar víða hús sin, enda eru þeir sums staðar skyld- aðir til þess, en menn hafa hvorki mannrænu nje fjelagslyndi í sjer til þess að stofna innlendan ábyrgðarsjóð, heldur greiða menn vátryggingar- gjald sitt i erlenda sjóði og láta þannig allan hagnaðinn renna út úr landinu, og getur sú upphæð, er menn þannig kasta á glæ, numið eigi alllitlu á löngum tima. Tannig hefur til dæmis að taka Reykjavíkur bær einn greitt um 70,000 kr. i vátrygging»rgjald á síðustu 20 árum, en á sama tíma hafa komið aptur inn i bæinn til skaðabóta einar 13,500 kr. Má af þessu sjá, hversu mikið fje á þennan hátt rennur út úr landinu. Alþingi hefur nú á síðustu þingum haft til meðferðar frumvarp um stofnun innlends brunabótasjóðs, en það frumvarp hefur mætt töluverðri mótspyrnu, og þvi eigi enn komizt gegnum þingið. Nú hefur þingið skorað á stjórnina að undirbúa málið og leggja nýtt frumvarp í þessa stefnu fyrir næsta þing. Aðalskilyrðið fyrir því, að innlendur brunabótasjóður geti þrifizt, er það, að húseigendum sje gert að skyldu að vátryggja hús sín í honum. En þetta þykir sumum allt af ófrjálslegt, og sumir (t. d. Reykjavikurbær) berjast með hnúum og hnefum á móti því, af þvi þeir eru bræddir um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.