Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 78

Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 78
7§ io. aldar, og ræöur hann það einkum af ýmsum orðum og orðmyndum, sem koma fyrir í þeim, er hann ætlar að geti ekki átt svo háan aldur. Ynglingatal heldur hann sje ort um einhvern Rögnvald, er hafi verið norrænn herkonungur fyrir vestan haf, af Þjóðólfi úr Hvini hinum yngra, er var uppi á io. öld og sagt er í Skáldatali að hafi kveðið um Strút-Harald jarl. Sonar þessa Þjóðólfs er getið í Svoldarbardaga og sjálfur var hann sonarsonur Þjóðólfs hins eldra. Álítur B. að íslenzkir sagnaritarar hafi hjer farið nafna villt og eignað afanurn (Þ. skáldi Haralds hárfagra) það sem var eptir sonarson hans, af því að báðir báru sama nafn (Þ. úr Hvini). Eins og við var að búast af öðrum eins ritsnillingi og B. er, er mikið af lærdómi í þessari bók og margt á henni að græða. En nú er að sjá hvað dr. Finnur segir, því varla mun hann láta henni ósvarað. RANNSÓKNIR Á GRÆNLANDI. Það hefur lengi leikið mikill vafi á því, hvernig húsaskipan hafi verið háttað á íslandi á söguöldinni. Áður álitu menn, að fornmenn hefðu að eins haft eitt stört íbúðarhús, hinn svo nefnda skdla, þar sem menn hefðu bæði matreitt, etið og drukkið, setið og sofið o. s. frv. Þéssi skoðun hafði verið ríkjandi í heila öld eða lengur, þegar dr. Valtýr Guðmunds- son árið 1889 gaf út bók sína um húsaskipan Islendinga á söguöldinni. En í henni sýndi hann fram á, að samkvæmt sögunum hefðu nienn á 9. og 10. öld að minnsta kosti haft 3 innihús eða herbergi, stofu, er menn hefðu setið í, etið og drukkið í, búr og eldhús, er bæði hefði verið matreiðsluhús og svefnhús. En á seinni hluta 10. aldar hefðu menn almennt tekið að skilja svefnhúsið frá eld- húsinu, og hefði hið nýja svefnhús verið kallað skdli.1 Um árið 1000 hefðu því bæjarhúsin alls staðar verið að minnsta kosti 4. En þótt sögurnar sýndu þetta, var allt af hægt að segja, að þær kynnu að hafa rangt fyrir sjer í því, því rnjög hætt væri við, að þær lýstu ffemur þeirri húsaskipan, er tíðkaðist, þegar þær vóru færðar í letur, heldur en þeirri, sem var almenn, þegar sögurnar fóru fram. Úr þessu gátu rannsóknir á rústum af býlum fornmanna einar fyllilega skorið. En hjer var ekki svo hægt um leik, því þær húsaleifar frá fornöldinni, sem kunna að vera til á íslandi, eru að vonum svo óglöggvar og eyðilagðar, að lítt eða ekki er á þeim byggjandi. En frá Islandi byggðist Grænland um lok 10. aldar og mátti því gera ráð fyrir að menn hefðu fylgt sama byggingarlagi þar sem á Islandi. Nú lagðist byggð íslendinga á Grænlandi allt i einu í eyði og standa því bæja- rústirnar þar víðast hvar alveg óhaggaðar eins og þær vóru, er byggðin lagðist í eyði. Með því að rannsaka þessar rústir mátti því búast við að óyggjandi sönnun fengist fyrir því, hvernig húsaskipun fornmanna hefði verið. Nú er búið að rannsaka mikinn fjölda af þessum bæjarústum á Grænlandi. Á síðastliðnu sumri sendu Danir þangað nokkra menn undir forustu liðsforingja (Premierhjtnant) Daniel Bruun’s, og grófu þeir í tjölda af fommannabýlum og tóku myndir af þeim. Hefur Bruun, síðan hann kom heirn, bæði haldið fyrirlestra um rannsóknir sínar (og urn leið sýnt myndir af bæjarústum) og gefið út skýrslu um þær, sem prentuð er í »Geografisk Tidsskriftn (1894, 13. b., 1.—2. h.). Þar segir meðal annars svo: »Bæirnir eru alveg eins og hinir forníslenzku bæir, eins og rannsóknir dr. Valtýs hafa sýnt að þeir hafi verið. Þar eru allar sömu tilbreyting- arnar sem á Islandi, allt frá hinu elzta byggingarsniði, þar sem bæjarhúsin (stofan, skdlinn, eldhusiö, búrið o. s. ffv.) standa hvert af enda annars i einni röð, og til þess bæjarlags, er siðast varð ofan á, þar sem húsunum er skipað í tvær eða þrjár raðir tveim megin við göng, er liggja í gegn um miðjan bæinn.« 1 Sbr. greinina úr Grdgds hjer að framan (bls. 46), sem virðist stafa frá 10. öld urn það leyti, er hið nýja svefnhús (skdlinn) var að ryðja sjer til rúms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.