Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 70

Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 70
70 skyrtunni til að halda i sjer lífinu og fara með hverja á fætur annari af hinum ljelegu flíkum sínum til gyðinga þeirra, er lána fje gegn veði; sömu leið fara rúmfötin og annað það, er lauslegt ef inni fyrir, og gengur á þessu þar til greipum er sópað um herbergin og ekki er eyrisvirði eptir. Sitja munir þessir á lánsstofunum þar til atvinna fæst á ný eða fje áskotnast á einhvern hátt, en gjalda verður miskunnarlausar rentur af láninu. Ofan á sultinn og seyruna bætist það, að húsaleiga er opt ógoldin fyrir langan tima og við því búið, að húsráðandi þá og þegar kasti hyskinu út á klakann. Pegar sulturinn tekur fast að sverfa að, dregst hyskið hálfnakið út í frostið og hriðina og gengur betligöngu hús úr húsi. Rjetta smábörnin fram lúkur sínar bláar og krókloppnar og mæna augunum biðjandi á þá, er fram hjá ganga, og geta opt eigi stunið upp orði, þvi betligangan er jafnvel sjálfum smábörnunum þung krossganga, að minnsta kosti fyrst í stað. Það liggur í augum uppi, að eigi er við góðu að búast þar sem börnin alast upp við þetta, og fæðist snemma í hjörtum þeirra óvild til hinna æðri stjetta, er svo litt gefa þeim gaum. Drengirnir alast upp i sjálfræði og hirðuleysi, þvi foreldr- unum þykir mikið við ‘það unnið, að þeir þegar á unga aldri læri að bjarga sjer sjálfir sem bezt þeir geta án þess að verða þeim til byrðar- auka. Læra þeir skjótt alls kyns óknytti og verða opt og tíðum með aldrinum úr þeim illræmdir þjófar og bófar, er enginn vill eiga neitt samneyti við. Fyrir stúlkubörnunum fer á stundum eigi betur, enda verða enn fleiri snörur og freistingar á vegi þeirra. Má eigi kasta á þær þungum steini, þótt þær hrasi, þvi foreldrarnir sjálfir eiga þar góðan þátt i, er þeir senda dætur sínar á fermingaraldri út á meðal manna til að betla og láta það sitja fyrir öllu öðru, að alloptast má eiga víst, að þeirn verði fengsælt um fje. Er margur maðurinn eigi betur innrættur en svo, að hann nýtir sjer neyð þeirra til að svala losta sínum, en stúlkan á opt og tiðum eigi viðreisnar von eptir fallið. ?að sem upprunalega var augnabliks freistni, verður á síðan að illkynjuðum lesti og liggur þaðan brautin snarbratt niður á við. Lýkur svo á endanum, að siðferð- islögreglan tekur i strenginn og skipar henni á bás með kvennsniptum þeim, er láta bliðu sína fala hverjum sem er og vekja fyrirlitningu og meðaumkun í hjörtum allra heiðvirðra manna. Pess ber að geta, að eigi fer öllum verkamönnum og börnum þeirra svo hraparlega, sem hjer segir, þótt bágt eigi. Vist er um það, að fátæktin og neyðin er stór í Kaupmannahöfn, en hitt er og víst, að góðgjörðasemin er lika mikil. Finnast þar fjelög svo tugum skiptir, er sett hafa sjer það mark og mið að bæta kjör fátæklinga á ýmsan hátt. Annast sum þeirra eldiviðarkaup, en önnur fatakaup o. fl. til útbýtingar meðal þeirra, er bágstaddastir eru. Fegar harðna tekur i ári og neyðin þrengir að, taka sum af fjelögum þessum sig til og viða að sjer matvæli úr ýmsum áttum á vissa ákveðna staði i bænum og mega fátæklingar fá þar eina máltíð matar dag hvern. Streyma menn þangað svo þúsundum skiptir, skipa sjer i fylkingu fyrir dyrum úti og biða þess óþreyjufuliir að röðin komi að þeim. Til og frá um bæinn finnast og athvarfsstofur, er fátækar húsmæður mega leita hælis i kuldanum með smábörn sin. Sitja mæðurnar þar með prjóna sina eða sauma, en konur þær, er stofunni ráða, hafa á meðan eptirlit með börnunum, leika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.