Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 33

Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 33
33 Nú er öldin önnur. Jeg var hjeraðslæknir í Skagafjarðarsýslu í tæplega 2 ár (1892 — 1894), en þennan stutta tíma rannsakaði jeg þar 18 sjúklinga með lungnatæringu. Þessi tala er sannarlega ekki gripin úr lausu lopti, því að jeg veit með vissu, að af þessum 18 sjúklingum eru nú þegar 10 ddnir, svo mikinn manndauða gerir ekki nein önnur tegund brjóstveiki á svo stuttum tíma, þegar um mið- aldra sjúklinga er að ræða. Tveir af þessum 18 sjúklingum voru um fertugt, hinir allir yngri. Ekki er veikin fágætari hjer sunnanlands eptir þeirri reynslu, s'em jeg hef fengið. A rúmu missiri hafa hjer leitað min 16 sjúk- lingar, sem jeg þykist mega fullyrða að hafi lúngnatæringu. Af þessum hóp hafa raunar að minnsta kosti 2 fengið sjúkleikann erlendis; auk þeirra er 1 af Norðurlandi og 1 af Austurlandi. Hinir virðast hafa fengið veikina hjer á Suðurlandi núna seinustu árin. Jeg tala hjer aðeins um þá sjúklinga, sem jeg hef rannsakað sjálfur, en það er auðvitað ekki nema lítill hluti. Mín reynsla er þvi sú, að lungnatæring sje nú engan veginn fágæt veiki hjer á landi; sje það borið saman við sögusögn þeirra Schleisners og Finsens, hljóta menn að játa, að veikin hefur aukizt að mun á seinasta mannsaldri. Þar eð veikin veldur svo miklum manndauða, sem raun er á orðin erlendis, er það augljóst, að voði er á ferðum, ef hún heldur hjer áfram jafnhröðum fetum. Hjer er sannarlega um alvarlegt mál að ræða. Vjer erum svo fámenn þjóð, að vjer megum ekki við því, að nýr sjúkdómur festist í landinu, sem leggur fjölda manna í gröíina á unga aldri. En það mun sannast, að svo verður, nema alþýða leggi sig sjálf alla fram til þess að sporna við því. Þetta er veiki, sem nú þegar er komin svo víða, að ekki er unnt að reisa skorður við henni með lögboðnum sóttvörnum. Það þarf sífellda aðgæzlu almennings til þess að verjast henni, og það er erfitt, einkum þegar á það er litið, hve sárlega illa íslendingar eru viðbúnir vegna húsakynna og alls aðbúnaðar; en veikin er svo hættuleg og torlæknuð, að mikið er leggjandi í sölurnar til þess að forðast hana. Það er mín skoðun, að með góðum vilja megi að minnsta kosti tefja fyrir og draga úr útbreiðslu veikinnar, en til þess rnenn skilji þau ráð, sem jeg tel heppilegust í þessa átt, verð jeg að fara nokkrum orðum um eðli hennar, uppruna og gang. Fyrir 12 árum síðan tókst þýzkum lækni, Koch að nafni, að 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.