Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 68
68
fyrir þá aö neita sjer um nokkuð það, er stuðla má til þess að gera
lifið þægilegt og unaðsríkt. Öðru hvoru gengur á heimboðum og stór-
veizlum meðal þeirra, er kosta svo þúsundum króna skiptir. Lætur
húsráðandi nokkru fyrir veizludaginn boð út ganga til vina sinna og
vandamanna ritað á ilmandi brjefspjöld. Veizludaginn sjálfan renna þeir
sílspikuðu hver á fætur öðrum með vagnana fyrir dyrr skrauthússins, og
út úr vögnunum skreiðast spikfeitir istrubelgir, er skjögra á beinunum
af ofáti og ofdrykkju; svipar þeim eigi alllítið til troðfylltra peningapoka,
enda er þar náið nef augum. I kjölfari þeirra má lita ljettfættar Mómarósir
skreyttar gulli og gimsteinum, berar niður á brjóst og með snjóhvítar
axlir og háls af dustinu, er þær strá yfir hörund sjer til fegurðarauka.
Pegar inn i fordyri hússins kemur, eru þar þjónar til taks, er fletta gesti
yfirklæðum, en þeir halda að svo búnu inn í hina fagurtjölduðu sali og
kasta kveðju á húsráðanda. Er hjer ekkert sparað, er til yndis og ánægju
má verða. Gólfin eru þakin mjúkum, þykkum ábreiðum, veggirnir eru
alskipaðir fögrum litmyndum, er sumar hverjar eru nafnkunn listaverk,
í gluggum og hornum er alsett litfögrum og ilmandi skrautblómum og
mjúk silkiklædd hægindi bjóða til hvildar. Innan um blómskrautið sjer
til og frá á dýrindis höggmyndir úr marmara. Yfir alla þessa dýrð dreifa
rafmagnslamparnir snjóhvítu töfraljósi og þykir það stórum prýða. Þegar
kveðjur era afstaðnar og inngangsseremóníum lokið, setjast gestir til borðs,
og eru fram bornar margskyns krásir og gómsæt vín; gerist hjer sannmæli
það, er í æfintýrunum gömlu stendur, að þar eru bæði pipraðir páfuglar
og saltaðir sjófiskar og píment og klaret, og leikið er þar á sýmfón og
salterium gestum til ununar. Við disk hvern liggur brjefspjald og eru þar
á skráðir rjettir þeir, er á borðum verða; er þetta vist til þess ætlað,
að gera boðsfólki aðvart, svo eigi gleypi það í sig allt of mikið þegar
í byrjun, en ætli sjer af, þvi rjettirnir eru margir. Meðal gestanna
rikir glaumur og gleði og þó allt hæfilegt; verður hjer allt að vera
innan vissra takmarka, þvi tízkan er vægðarlaus siðameistari og setur
hverjum einurn meðal hinna æðri stjetta strangar lifernisreglur, er eigi
má út af bregða. Æskulýðurinn iðar í skinninu af fjöri og kæti og er
hjer fátt til að hepta gleðina, því eigi þarf að bera áhyggju fyrir
morgundeginum. Fram eptir allri nóttu ómar hljóðfæraslátturinn og eptir
gólfinu svifa þessi óskabörn hamingjunnar óstöðvandi i hring eins og
stjörnur i sólkerfinu, og ungmennin þrýsta meyjunum fastar og fastar i
faðm sjer; roði færist um kinnarnar, sigurbros leikur um varirnar og að
baki svanadúns'bryddum blævængjunum tindra augun djúp og snörp.
Svifa þau þannig i algleymingi og hirða hvorki um himin nje jörð, en
aðeins um stundina, sem er að líða. En meðan óskabörn þessi teyga
bikar lifsins í fullum mæli , dragast margir fáklæddir vesalingarnir, er
hvergi eiga höfði sinu að að halla, um strætin í hiyssingnum og kuld-
anum og stara með sultarsvip upp á skinandi Ijóshafið.
Alltitt er það, að auðkýfingar borgarinnar eigi sjer stórbýli og
skrauthús út um land og flytja þeir þangað, er vora tekur og litt er
viðunandi í borginni fyrir sakir hita og svækju. Pað er og alsiða, að
þeir á sumrum eða öðrum tima árs taki sjer ferð á hendur til útlanda
og dvelji þar skemmri eða lengri tíma til skemmtunar og tilbreytingar.
Skraut þessara stjetta i klæðaburði keyrir fram úr öllu hófi, og mætti