Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 67

Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 67
67 þungt höfuð en ljetta pyngju, í fylgd með einhverri kvennsniptinni og situr eptir næsta dag með sárt ennið og mórauða samvizkuna. Alloptast ganga menn nú til sængur, en titt er það og, að viga- móður komi í suma, og ganga þeír á stundum berserksgang um strætín og bölsótast þar til lögreglan nær taki á þeim og varpar þeim í dvflissu eða rekur þa heim. Stundum fer og svo, að hjónaleysi þau, er á drykkju- stofunum sitja, verða saupsátt, er út á strætið kemur, og snýst þá tvi- menningsdrykkjan i áflog og illdeilur, er eigi aðeins leiðir af sjer glóð- araugu og margs kyns meiðsli, heldur og þungar sektir. Ykkur kann nú ef til vill, góðir hálsar, að virðast svo sem allt þetta sje litils um vert, og sumt hvert þess efnis, að rjettast væri að fella það undan. En eigi er því svo varið að minni hyggju. Petta er sú hlið Hafnarlífsins, er fyrst verður fyrir, og segja verður hverja sögu sem hún gengur. II. Eitt af því, sem mest einkennir Kaupmannahöfn og aðra stórbæi í augum þeirra, er óframaðir eru og litilsigldir, er hinn mikli mismunur hvað lifskjör manna snertir. Á milli hinna vmsu stjetta er mikið djúp staðfest. I einu strætinu gnæfa grunnmúraðar skrautbyggingar við himni, og er þar ekkert til sparað, er prýða ma. Silkiklæddir skrautvagnar með silspikuðum eldishestum fyrir renna þar eptir akbrautinni, og vagnstjórar þeir og þjónar, er á háþrepum vagnanna sitja, eru alsettir gylltum hnöpp- um eins og festing himinsins er þakin stjörnum á heiðskíru vetrarkvöldi, og silfurtengsli eru fest á kjólkraga þeirra og ermar. Skipa þeir þetta tignarsæti sitt með reigingssvip, eins og sætu þeir á konungsstóli, og lita fyrirlitlega til vesalinga þeirra, er staulast verða um strætin á tveimur jafnfljótum. Að baki hinum miklu spegilfáguðu rúðum skrautbúðanna blika fyrir sjónum gull og gersimar, pell og purpuri og dýrindis djásn, í stuttu máli allt það, er hugur manns má girnast. Verði manni nú litið fyrir næsta strætishorn, fer opt svo, að þar tekur við önnur sjón og ólík. Húsin eru hrörleg og hokin, skökk og svipljót. Kolsvartir kjallarahálsar blasa við eins og gapandi gin og er þar útsala á ýmsu drösli og dóti, er furðu sætir að nokkur skuli vilja nýta. Kennir par opt margra grasa. Til ginningar hanga þar frammi bæði inni og úti fyrir gamlar og bættar flíkur, stigvjelabullur, sokkaplögg, járnrusl og margt annað fleira. A stundum leggur ódaun mikinn úr kjallaraholum þessum og blandast hann stækjunni af skolpi því, er strætisbúar hella i rennusteininn. Börn á ýmsum aldri i gauðrifhum flikum, berhöfðuð og berfætt, með kláða og kaun af óþrifum ana fram og aptur um strætið með orgi og óhljóðum. Endur og sinnum koma mæður þeirra, jafn óþrifalega til fara, fram í húsdyrnar eða kjallarahálsana til að líta eptir þeim. Má þannig i skjótu yfirliti ljóslega sjá merki þess, hve misjafnlega lukkunnar gæðum er niður skipt. Árstekjur nokkurra Kaupmannahafnarbúa nema svo hundruðum þús- unda króna skiptir, en fjölda margra svo tugum þúsunda skiptir. Er það segin saga, að auðkýfingar þessir berast mikið á, og lifa margir þeirra »hvern dag í vellystingum praktuglega«. Ber eigi nauðsyn til 5*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.