Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 76

Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 76
76 íslenzk efni (í »Verhandlungen der Berliner anthropologischen GesellschafU). Það er sama konan, sem áður hefur svo prýðilega þýtt meginið af »íslenzkum þjóð- sögum«, »Sigurð formann« eptir Gest Pálsson, úrval úr ljóðmælum hinna helztu íslenzku skálda o. fi. Á síðastiiðnum vetri hefur og cand. mag. Carl Kiichler í Leipzig bæði þýtt »Leidd í kirkju« eptir Þorgils gjallanda (í tLeipziger Litteratur- Berichte*, 20. nóv. 1894, bls. 226—30) og »Vordraumur« eptir Gest Pálsson (í »Aus fremden Zungen«, 1. h. 1895, bls. 39—50) og enn fremur ritað langa ritgerð um hinn nýrri sagnaskáldskap íslendinga (í »Internationale Litteraturberichte«, nr. 27— 31, 1894). í ritgerð þessari lýkur hann miklu lofsorði á ýms sagnaskáld vor, eink- um Jónas Hallgrímsson, Jón Thóroddsen og Gest Pálsson, sem hann segir að hafi verið gæddur svo framúrskarandi hæfileikum sem sagnaskáld, að fáa geti jafhoka hans í þeirri grein í bókmenntum alls hins menntaða heims (»einem Talente, wie nur selten eines unter den Prosadichtern sámtlicher literarisch thátigen Nationen aufgetreten ist«). , Þótt enginn vafi sje á því, að bæði þessir þrír skáld- sagnahöfundar og fleiri aðrir eigi lof skilið, er þó ekki laust við, að oss finnist Kúchler gera heldur mikið úr þeim, og sumt af því, sem hann getur um, hefði alls eigi átt að nefna á nafh, t. d. »Sveitalífið« eptir Baldvin Jónatansson o. fl. Kuchler hefur áður ritað ýmsar vingjarnlegar greinar um ísland og meðal annars þýtt »Kærleiksheimilið« eptir Gest Pálsson. Kom 1. útg. af þeirri þýðingu út í Khöfn árið 1891, en 2. útg. í Leipzig 1894. Eptir 1. útg. hefur sögunni svo aptur verið snúið á hollenzku af dr. H. C. Muller og kom sú þýðing út í Dor- trecht 1893 (í »Europa« bls. 122—162). Á Skotlandi hefur W. A. Craigie, kennari víð háskólann í St. Andrews, þýtt nokkrar íslenzkar þjóðsögur á ensku (í nThe Yellow Fairy Book«, London 1894). Svo virðist sem Frakkar ætli nú líka að fara að taka eptir bókmenntum vorum. Á það bendir grein, sem stóð í einu hinu helzta Parísarblaði, Journal des Débats, 28. des. 1894. Sú grein hljóðar svo: »Þótt bókmenntir Norðurlanda sjeu mjög farnar að rvðja sjer til rúms hjá oss, þekkjum vjer þó enn eigi bókmenntir íslendinga. Þær eru þó til og er alls eigi örvænt að við fáum líka að sjá þær á sínum tíma. Satt að segja eru þær líka skynsamlegri en bókmenntir Norðmanna og Svía. Hinar ákaflegu fjarstæður Strindbergs hafa ekki enn náð fótfestu þar. Auk þess er þar mest ort af ljóð- mælum, sem jafhan hafa á sjer sjerstaklega íslenzkt snið. Öndvegis-öldungur íslenzkra skálda er kennari í gömlu málunum við latínuskólann í Reykjavík og njóta rit hans frábærrar alþýðuhylli á fósturjörð hans. Hann heitir (Stgr.) Thor- steinsson og er fæddur árið 1830. Hann hefur þýtt fyrir landa sína mikinn fjölda útlendra rita, eptir Shakespeare, Byron, Goethe o. s. frv. Hann kveður einkum um hina dapurlegu og hrikalegu náttúru, um fósturjörðina og frelsið: »Og ánauð vjer hötum, þvi andinn er frjáls, hvort orðum hann verst eða sverðunum stáls . . .« Honum er mjög tamt að lofa hreysti hinna fornu Íslendinga; hann yrkir líka heimsádeilukvæði. Rit hans hafa flogið út yfir hafið og eru gefin út í Kaup- mannahöfn. Annars virðist sem Khöfn sje hinn andlegi höfuðstaður íslenzkra skálda. Par hafa n>eir rithöfundar, sem eru yngri en Thorsteinsson, aflað sjer andlegs menningarþroska (sont formés), þeir Hannes Hafstein og Einar Hjörleifsson. Hinn fyrnefndi fetar trúlega í fótspor Thorsteinssonar bæði að því er snertir val á yrkis- efni og framsetning; ljóðmæli hins síðarnefnda eru meira sorgblandin og við- kvæman. Þótt hann vnni sveitum fósturjarðar sinnar, hefur hann þó yfirgefið hana og flutzt til Ameríku og gefur þar út íslenzkt blað i Winnipeg. Smásögu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.