Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 25

Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 25
25 en vænta mátti, heldur kom það til af því tvennu, að byggingar þær og áhöld, er þar til heyrðu, voru miklu kostnaðarmest, og að þar gafst verzlunarfjelaginu helzt færi á að köma við klækjum sínunr. Reynslan sýndi brátt, að ullariðnaðurinn var sú grein stofnananna, er líklegust var til að verða arðsöm. Verzlunin var rekin á kostnað konungs frá 1759—1763 og voru á þessu tímabili eigi lagðar neinar tálmanir eður höpt á frarn- vöxt stofnananna, enda tóku þær nú stórum framförum. Ar frá ári jókst á'vinningurinn af ýmsum iðnaðargreinum þeirra, einkum klæðagjörðinni, sútuninni, færasnúningnum og brennisteinssuðunni. Leit þannig út fyrir að stofnanirnar mundu koma að tilætluðum notum, ef eigi bæri neitt óhapp að höndum. A árunurn 1752—1764 höfðu alls 728 manns notið atvinnu við þær, og höfðu allmargir þeirra síðar meir verið sendir út um land til að veita mönnum tilsögn í vefnaði og meðferð ullar yfir höfuð. En stofnanirnar áttu því miður eigi lengi þessum dýrðardögum að fagna. 1763 ákvað stjórnin að selja skyldi nhinu almenna verzlunarfjelagi« verzlun lands- ins á leigu, og um leið gekkst hún fyrir þvi, að stofnanirnar voru sameinaðar verzluninni; hugðist hún með þvi mundu korna í veg fyrir deilur framvegis. Skúli var þó eptir sem áður aðalforstöðu- maður stofnananna og vildi hann stöðugt auka þær og færast meira og meira í fang, en nú var hann eigi lengur einráður. Atti hann við ramman reip að draga þar sem var fjelagsstjórnin, er eigi vildi heyra getið um kostnaðarauka, heldur fylgdi þeirri reglu að spara í öllum greinum. Eptir að stofnanirnar höfðu verið sameinaðar verzluninni, báru ýms atvik að höndum, er virtust svo sem benda til þess, að sá fjelagsskapur rnundi eigi verða happasæll. Skömmu eptir sameining- una brann nokkuð af ullarverksmiðjuhúsunum í Reykjavík og nam skaðinn 3275 dölum. Nokkrum árum áður (1760) hafði fjársýki borizt til landsins og greip hún smátt og smátt um sig, en eptir 1763 tók hún að gevsa um allt Suðurland, og varð Skúli að senda í lestaferðir norður í land til að kaupa ull, svo ullariðnaðinum yrði haldið áfram, og er fjársýkin breiddist enn meir út, sendi hann eptir ull frá Kaupmannahöfn til þess að vefnaðurinn eigi með öllu legðist niður. Varð þetta eins og nærri má geta ærið kostnaðarsamt og þóttist fjelagið eigi geta risið undir því. Sendi það Ara nokkurn Guðmundsson, er verið hafði kaupmaður á Finnprörk, til landsins til þess að annast verzlun í Reykjavík og takast á hendur stjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.