Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 77
77
eptir hann, sem heitir »Vonir«, hefur þegar verið snúið á þýzku. Ljóðmæli þess-
ara tveggja rithöfunda hafa komið út í Reykjavík.
Hjer er nýr akur fj'rir þá, er fýsir að lesa sjaldsjen ritblóm í alheimsbók-
menntaskrínu vora.«
Ljóðmæli þeiiTa manna, er nefndir eru í grein þessari, eru svo kunn á
Islandi, að óþarfi virðist að gera nokkra athugasemd við hana.
ÍSLENZK YRKISEFNI. Á síðastliðnum vetri hafa komið út tvö leikrit í
Danmörku, sem meira hefur þótt kveða að en flestum öðrum bókum, og er efnið
i þeim báðum tekið úr fornritum vorum. Hið fyrra þeirra, er kom út urn jóla-
leytið, heitir »VÖLUND SMED« og er eptir bezta ljóðskáld Dana Holger Drach-
mann. Efnið í því leikriti er tekið úr Völundarkviðu í Sæmundar Eddu; það er
allt í ljóðum og ort af mikilli snilld, enda hefur miklu lofsorði verið á það lokið.
Drachmann hefur áður samið lítið leikrit í ljóðum út af íslenzku efni, er heitir
i>Sneífid«, og dáðust rnenn einnig mjög að því. Það kom út í almanakinu »Dan-
niark« fyrir árið 1893 (bls. 56—86) og er efni þess tekið úr sögu Haralds hárfagra,
ástarævintýri hans og Snæfríðar Svásadóttur (sbr. Heimskr. 66—7). Hitt leikritið
■er eptir Edv. Brandes og er fyrir skömmu út komið. Það heitir »ASGERD« og
er efni þess allt tekið úr Njálu. Lyndiseinkunnir hinna einstöku persóna eru allar
hinar sömu og í sögunni, en viðburðunum mjög vikið við, svo að þeir verða að
miklu leyti aðrir. Eins er nöfnum persónanna mjög breytt. Aðalpersóna leikritsins,
Hallgeröur langbrók, er kölluð Ásgerður, Gunnar á Hlíðarenda er kallaður Sœ-
mundur, Njdll er kallaður Flosi, en Skarphjeðinn sonur hans heldur sínu rjetta
nafni. Hann er þó látinn vera einkason Flosa (Njáls) og vera þýborinn frilluson.
jþjóstólfur fóstri Hallgerðar er kallaður Kollur. Aðalefni leiksins er að Ásgerður
ræður manni sínum, Sæmundi, bana í hefnda skyni fyrir kinnhest, er hann hafði
lostið hana, og er Kollur látinn vega hann. Leikrit þetta hefur áunnið sjer mikið
lof í dönskum blöðum og á það líka að mörgu leyti skilið. Er búið að ákveða,
að það skuli leikið á konunglega leikhúsinu í Khöfn næsta vetur, og má af því
marka, hve mjög mönnum hefur fundizt til um ritið, því Brandes hefur nú að
undanförnu ekki átt því að venjast, að leikritum hans væri sýndur sá sómi.
BUGGE OG FORNSKÁLDIN. Eins og mörgum mun kunnugt (ekki sízt
af Ritsjánum í Tímariti Bókmenntatjelagsins) eru nú sem stendur miklar deilur
um norræna goðaífæði og uppruna hennar. Prófessor 5. Bugge í Kristjaníu ætlar,
að mest af henni sje af ónorrænum toga spunnið og stafi frá grískri goðafræði
og kristilegri trú og trúarsögnum frá miðöldunum. Álítur hann að þetta útlenda
efni sje mestmegnis komið vestan um haf, einkum frá írlandi. Móti þessari skoðun
hafa ýmsir ritað og hefur Iandi vor dr. Finnur Jónsson orðið Bugge einna 'örðug-
astur viðfangs. Á málfræðingafundinum síðasta (í Höfn 1892) hjelt hann ræðu
(er síðar var prentuð) gegn skoðunum B.’s, og sýndi þar fram á, að í hinum
elztu norrænu kvæðum (kvæðum Braga gamla og skálda Haralds hárfagra) kæmu
yfir höfuð að tala fram sömu hugmyndirnar um goðin og líf þeirra, sem lesa
mætti í Eddu Snorra Sturlusonar. Þar sem nú sona snemma bryddi á þessum
hugmyndum, þá hlyti annaðhvort að vera, að elztu kvæðin, einkum kvæði Braga,
væru ífá yngri tímum, en þau væru sögð og ætlandi væri, — og þá yrði B. að
sanna slíkt með alveg órækum rökum, — eða að skoðanir B.’s gætu ekki verið
rjettar. Nú hefur B. svarað með því að rita bók, sem hann kallar »Bidrag til den
eeldste skaldedigtnings liistorie« (Christiania 1894), og vill hann í henni sýna og
sanna, að kvæði Braga (Ragnarsdrápa) og Ynglingatal Þjóðólfs hvinverska sjeu
ekki rjett feðruð. Álítur hann að þessi kvæði sjeu ekki ort fyrri en á síðara hlut