Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 2
2
Og meðan hin kolsvörtu miðalda ský
sem myrkur á heiðunum lágu,
var huggunin einasta hörmunum í
að hetja sinn anda að landinu því —
þar brostu við tindarnir bláu.
Það voru þau fjarlægu framtíðar lönd,
sem faðminn við kappanum breiddu,
er klerkarnir Helviti hótuðu’ hans önd
og harðstjórans skósveinar ráku’ hann í bönd
og dæmdan að logunum leiddu.
Þú töfraðir hetjurnar, ókomna öld,
og enn þá er svipur þinn fagur,
er hver maður þorir að þekkja sinn skjöld
og þarf ekki að krjúpa við gull eða völd.
O, það verður dýrðlegur dagur.
Og þá verður himininn heiður og skær,
því hann er þá kominn til valda,
sem engan vill neyða, sem öllurn er kær,
sem elskar hvert hjarta sem lifandi slær,
og þarf ekki’ á Helvíti’ að halda.
Pá verða’ ekki smælingjum veðrin svo hörð
og vistin svo nöpur á fjöllum,
því skjól hefur fundið in húslausa hjörð,
og hún er þá blíðari, móðir vor, jörð,
og blessuð af börnunum öllum.
Og væri ekki gaman að vakna’ upp á ný
og vera á þeim gullaldar-dögum,
er hver maður segir: að þýið sje þý
og þarf ekki að bannfærast kirkjunum í,
nje hengjast að hegningarlögum.
Jeg sje þessa fjarlægu fagnaðar stund,
er fólkið af hæðunum brunar
og horfir þar loks yfir hauður og sund
og heilsar þjer ástkæra, margþreyða grund,
og ópið í dölunum dunar.