Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 46

Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 46
46 að vátryggingargjald þeirra kunni þá að hækka um nokkra aura eða jafnvel krónur frá því sem nú er. Lýsir sjer í þessu sem fieira sá al- menni skortur á góðu fjelagslyndi og amönnun fyrir velferð þjóðfjelags- ins i heild sinni, sem nú liggur svo mjög í landi á Islandi, og er hörmulegt til þess að vita, ef slikur smásálarskapur og sjálfræðisandi skyldi verða jafngóðu málefni og þörfu fyrirtæki að fótakefli. Orðið »frelsi« er mjög víðtækt og óákveðið orð, enda er það opt misbrúkað. Það er handhægt að gripa til og skjóta fyrir sig sem skildi, þegar menn vilja forðast að leggja á sig nokkur bönd, þótt þau miði til almenningsheilla og góðrar fjelagsskipunar. En sú þrá, sem lýsir sjer í því að forðast slík bönd, það er ekki rjett nefnd frelsisþrá, heldur miklu fremur sjálfræðisþrá, og af henni er því miður of míkið til á íslandi. Litum til forfeðra vorra. Hvernig litu menn á þetta mál á þjóð- vcldistimanum, hinni miklu frelsisöld Islendinga? Hikuðu menn sjer þá við að leggja slik bönd á sig? Nei, öðru nær. Þá var meiri fjelagsandi og umhyggja fyrir almenningsheill en svo. Þá, þegar sól frelsisins skein i heiði og í hádegisstað hjá oss Islendingum, þá var hver einasti búandi á öllu landinu skyldaöur með lögum til þess að vátryggja ibúðarhús sin og kirkjur. I hinum fornu lögum íslendinga (Grágás, Staðarhólsbók 260—61) segir meðal annars svo: »Hús eru þrjú í hvers manns híbýlum, þau er til skaðabóta eru mælt, ef upp brenna. Eitt er stofa, annat eldhíts, et 3. húr, þat er ltonur hafa matreiðu í. Ef maðr á bæði eldhús ok skála, þá skal maður kjósa á samkvámu um várit, hvárt hann vill heldr at menn ábyrgist með honum eldhús eða skála. Ef kirkja eða hœnahús er á bce manns, þá er þat et tjórða hús til skaðabóta talit, þar er þat er til. Ef nökkurt brenn upp fvrir manni þessa húsa, er nú eru talið, þá skal hann heimta til búa sína 5 ok láta virða skaða sinn, þann er orðinn er. Þeir skulu skaða þann virða, er at húsi er orðinn, ok at klæðum ok at gripum þeim, e<: inni hafa brunnit. Þann einn klæðnað eða gripi skal til skaðabóta telja, er húsbóndi átti ok hvern dag þurfti at hafa. Eigi skal gersimar né vöru enga til skaðabóta telja. Mat skal til skaðabóta telja, ef inni brenn. Ef kirkja brenn upp, þá skal með henni til skaðabóta telja kirkjutjöld ok sönghús ok klukku, þá er bezt hefir verit, þá er inni hafi brunnit, ef fleiri hafa verit enn ein, ok þat skrúð hennar allt, er hvern dag þarf at hafa. Slíkt er mælt um bœnahús et sama. Nú hvertki sem upp brenn þessa húsa, þá skal þar ok hálfan skaða bœta, at þeim hætti sem áðr var tínt.« Vátryggingin var með þeim hætti, að ibúar hvers hrepps mynduðu eitt ábyrgðarfjelag fyrir sig og ábyrgðust þannig hver með öðrum þann skaða, er verða kynni. Pó mátti sá, er fyrir tjóni varð, jafnan bera hálfan skaða sjálfur, en hinum helmingnum var jafhað niður eptir eign- arhundruðum á alla aðra hreppsbúa, er urðu að gjalda þeim, er hjá hafði brunnið, tiltölulegan hluta, og væri það eigi goldið á tilteknum tima, mátti taka það lögtaki eða með dómi. Sá hluti skaðabótanna, sem kom á hvern íbúa hreppsins, mátti þó aldrei nema meiru en svo, að 6 álnir væru goldnar af hverju hundraði 6 álna aura, eða með öðrum orðum næmi 1 °/0 af eign manna. Eigi vóru menn heldur skyldir að gjalda hinum sama manni brunabætur optar en þrisvar. Pessi innbyrðis vátrygging náði þó eigi að eins til húsa, heldur og til fjár. Nú getur pestin og aðrar drepsóttir á örstuttum tima eyðilagt mestan eða allan bústofn bóndans, svo að hann getur allt í einu komizt svo að segja á vonarvöl, þótt hann hafi áður verið bjargálnamaður eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.