Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 4
4
Og kvíðið þið engu, og komið þið þá,
sem kyrrir og tvíráðir standið;
því djarfmannlegt áræði’ er eldstólpi sá,
sem eyðimörk harðstjórnar leiddi’ okkur frá,
og guð, sem mun gefa okkur landið.
Þ. E.
Járnbrautir og akbrautir.* 1
»Járnbrautirnar eru vegir nútímans.«
Með þessum orðurn byrjar ýtarlegt frumvarp til laga um smá-
brautir, er þeir bankastjóri H. E. Berner og mannvirkjafræðingur
Endre O.Johannesen báru upp á síðasta stórþingi'(þingskjal 153).
Sem einkunnarorð yfir frumvarpinu hafa flutningsmenn þess þar að
auki sett þessi heppilegu og sönnu orð hins fræga enska sagnaritara
og þingmálagarps Macaulay’s: »Ekkert hefur eflt menningu þjóðanna
meira en þær uppgötvanir, er minnkað hafa fjarlægðina í tíma og rúmi.«
Menn munu af þessu einu geta ráðið í, hvert frumvarpið stefnir,
eða að flutningsmenn þess vilja, að stórþingið og stjórnarvöldin yfir
höfuð hagi sjer allt öðruvísi en hingað til gagnvart járnbrauta-
gjörðinni og-öllu, er þar að lýtur. Þeir ætlast til, að á uppdrætti
Noregs skuli ekki framar sjást að eins fáein svört stryk hingað og
þangað, sem eiga að tákna járnbrautir. Nú á á uppdrætti Noregs
að sjást járnbrautanet, sem dreifir sjer um land allt þvert og endi-
langt og sameinar og bindur hvern landshluta við annan, hvert
hjerað við annað. Allir bæir og öll byggðalög, að minnsta kosti
hin stærri, eiga að öðlast hluttöku í þeim stórkostlegu gæðum,
sem gufan hefur i för með sjer nú á tímum. Járnbrautagjörðin á
að vera eins og hjarta, sem lætur lífið slá og leika um alla parta
líkamans, ýmist gegnum hinar stærri, ýmist gegnum hinar minni
æðar.
Annað eins og þetta álitu menn fyr meir ómögulegt. Menn
sögðu sem svo: Noregur væri fjallaland, en járnbrautirnar væru
börn sljettlendisins. Auk þess væri svo strjálbyggt í Noregi, einar
6 hræður á hverjum □ kílómetra2, þar sem í Svíþjóð væru helmingi
1 Grein þessi er þýdd úr tímaritinu »Nordisk rundskue« (Norræn hringsjá),
15. jan. 1895, og er þar tekið fram, að hún sje rituð af járnbrautafræðingi.
1 kílómetri (— 1000 metrar) == 3186,2 fe’t eða tæplega a/8 úr danskri mílu.