Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 39

Eimreiðin - 01.01.1895, Blaðsíða 39
39 Blóðvatnslækning við barnaveiki. Eitt af því, sem mestum tíðindum þykir sæta í hinum menntaða heimi, er uppgötvun nýs meðals við barnaveikinni. Öllum er kunnugt, hversu hættulegur sjúkdómur barnaveikin er; allir vita, hve litlu læknar til skamms tima hafa áorkað til þess að ráða meini þessu bót. Þó læknisfræðinni í mörgum greinum hafi fleygt stórum áfram á síðari tímum, þá hefur hún að því er barnaveikina snertir aðeins fetað smátt, en samt allt af heldur fram á bóginn. En nú er svo að sjá sem stærra stig sje stigið, að varnarmeðal og læknislyf sje fundið, sem að minnsta kosti geti glætt vonir þeirra, sem að hinum veiku standa. Pað má álíta það fullsannað, að barnaveikin stafi frá sjerstakri bak- teriutegund, sem kennd er við læknana Klebs-Löffler, er fyrstir uppgötvuðu bakteriu þessa, og menn hafa siðan ávallt getað fundið þar sem um reglulega barnaveiki hefur verið að ræða. Aðrar sóttvekjandi bakteriur finnast og opt jafnframt og bætir það ekki um. Par eð hin sama bak- teríutegund veldur hinni svo nefndu illiynjuöu hálsbólgu (difteritis) og barnaveikinni (croup) og því í raun og veru cr sama veikin, eru báðar tegundir veikinnar í grein þessari. einu nafni nefndar barnaveíki. Að veikin er mjög sóttnæm er alkunnugt. Henni fylgir sóttveiki. í kverkum barnsins ber bráðlega á hvítgráum flekkjum sjerstaklega á tungukirtlunum; þessi skán eða skóf breiðist fljótt yfir kverkarnar, færist opt yfir á slimhúð nefsins og niður á við í barkann, ef veikin er mjög illkynjuð; hálseitlarnir bólgna og hálsinn verður mjög þrútinn. Þegar svo er komið, á barnið skammt eptir ólifað. Stundum hefur veikin upp- tök sín í barka barnsins og ber þá fljótt á hæsi, andköfum og einkenni- legum þurrum hósta. Svo getur farið, að barnið kafni á skömmum tima vegna andþrengslanna. I skófinni, sem myndast innan í hálsinum, úir og grúir af bakteríum; þær þrífast þar vel og þróast, svo hver ættliður- inn rekur annan. En við þessa æxlun og þróun bakteríanna myndast eiturefni nokkurt, er færist um líkamann með blóðinu, og getur það ýmist valdið bráðum dauða, eða þá seinna meir leitt til bana, þegar sjálf háls- veikin er um garð gengin. Franskur læknir að nafni Roux, einn af læri- sveinum Pasteur’s gamla, hefur fyrstur manna fundið eiturefni þetta i blöði sjúklinganna. fetta og lík eiturefni i blóði sjúklinga kallast á út- lendum málum »Toxalbumin«. Pað eru nú bráðum io ár síðan Pasteur gjörði það uppskátt i franska vísindafjelaginu, að sjer hefði tekizt að finna meðal við veiki þeirri, vatnsfælni, er bit æðissjúkra hunda veldur á mönnum. Eptir langar og örðugar rannsóknir komst hann að þeirri niðurstöðu, að sje eiturefni því, sem veldur hundaæðinu, spýtt inn undir húðina á vissum dýrum, venjist þau smámsaman svo eitrinu, að hið sterkasta eitur sömu tegundar valdi ekki neinum sjúkdómseinkennum á dýrinu. Hefur læknisaðferð þessi 'síðan verið notuð við menn og gefizt vel. Petta vakti fyrir Roux, þegar hann árið 1891 byrjaði á tilraunum sínum til þess að finna meðal við barnaveikinni, en nú fyrst á síðast- liðnu ári þóttist hann sjá svo góðan árangur af tilraunum þeim, sem hann til þessa hafði gjört á dýrum, að hann rjeðist i að reyna meðalið við börn. Einnig þá reyndist honum það vel. Par sem áður dó nær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.