Eimreiðin - 01.01.1895, Page 64
G\
menni, og er slikt eigi furða, en hitt miklu meir, hversu krakkaöngunum
tekst að forða lifinu, því ekki er svo sem gætnin stór. Eptir miðju
strætinu liggur akbrautin, en beggja vegna fram með húsunum liggja
gangbrautir; eru þær eingöngu ætlaðar fótgangandi mönnum, en eigi
verður þó hjá því komizt að stíga út á akbrautina.
Dags daglega á timabilinu 2—4 skreiðist fyrirmannafólkið úr rekkju
og dregst út á strætin til að ljetta sjer upp, þ. e. sýna sig og sjá aðra.
Eru það einkum aðalstræti bæjarins,
og þá fremst í flokki »Austurgata«,
er menn velja til göngu sinnar um
þetta leyti dags, og er þar alloptast
lítt hægt að þverfóta sakir þrengsla.
Safnast þar slæpingjar af ýmsum
stjettum og ýmsum aldri; hafa þeir
sett sjer það sem aðalmark og mið
í lífinu að sóa fje foreldra sinna, og
eru þeir flestir fullnuma í þeirri list,
en kunna litt til vinnu. Kæra þeir
sig kollótta um visindi, skáldskap,
fagrar listir og allt það annað, er
mest þykir um vert i lífinu, en aðal-
viðfangsefni þeirra er það, hvert fata-
snið tíðkist nú mest í Parísarborg,
hverjir rjettir matar helzt megi vekja
lyst hjá söddum rnanni og. hverjir
skrautgripir helzt megi finna náð fyrir
augum vændiskvenna þeirra, er þeir
hafa kynni af. Pessir menn eru auð-
þekktir á skrúða sínum og öllu hátta- Kafli af Austurgötu.
lagi. Ganga þeir á flikurn, er.hosast
upp á mitt bak eins og stutttreyjurnar görnlu, og kalla yfirfrakka. Brækur
bera þeir hólkviðar og brettar upp á miðjan kálfa hvernig sem viðrar.
Göngustaf bera þeir í hendi sjer, en aldrei stinga þeir honum niður; á
hann helzt að vera svo stór og staurslegur, að þeir kikni við i hverju
spori af þyngslunum, þvi ekki er svo sem kröptunum til að dreifa. A
höndum sjer bera þeir bleikálótta glófa. Ekki þykir til spilla að bera
gullspangagleraugu, en hvort þau nokkuð skerpa sjónina þykir litlu skipta.
Loks bera þeir silkihatta á höfði, er mest svipar til tjörukagga i lögun.
Letimagar þessir eru eins og nokkurs konar óþrif á líkama mannfjelagsins,
og skyldi maður ætla, að öllum væri sem mest um það hugað að losast
við þá, en svo er eigi. Pykja þeir ómissandi stórbæjarbragsins vegna,
þvi þannig er lifinu háttað meðal stórþjóðanna. I kvennleggnum má og
finna nokkuð likt þessu, og má þar sjá margar drósir kringilega klæddar
og skreyttar blómum og gullglingri, en þefinn af smyrslum þeim, er
þær rjóða á sig, leggur fyrir vit þeirra, er fram hjá ganga, og er stundum
við þvi búið að mönnum slái fyrir brjóst af stækjunni. Straumnum þokar
ofur hægt áfram og er það vel til fallið, þvi við það gefst hyskinu færi
á að senda hvert öðru hýr augnatillit og blið töfrabros, og, ef vel er,
smábendingar i mannþrönginni. Pykir mörgum þetta góð skemmtun og