Eimreiðin - 01.01.1895, Side 36
3^
að þær sjeu þurrar, en niðri í lungunum eru þær í votu slírni eða
grepti. Þær berast ekki heldur írá sjúklingunum með svitanum, en
því verður ekki neitað, að þær geti endrum og sinnum borizt írá
þeim með saur og þvagi; þegar svo er, er þó ekki mikil hætta á
ferðum. Það er víst, að víða í útlöndum er berklasótt algeng í
kúm; hvernig þessu sje varið hjer á landi, mun enn vera ókunnugt,
en það er augljóst, að menn geta fengið veikina úr kúnum, ef þær
hafa hana.
Aðalhœttan er þó fólgin í krákum sjúklinga með lungnatæringu
og gálausri meðferð á þeim. Helzta vopnið til að berjast gegn útbreiðslu
veikinnar er að gera hrákana hœttulausa. Sjúklingarnir mega ekki
hrækja á gólfin nje í vasaklútana sína, heldur eiga þeir að hrækja
í hrákadalla eða hrákaglös, og skal hella karbólvatni á botninn, eða
hylja hann með votu sagi eða votum sandi; þessi ílát verður að
hreinsa daglega, brenna hrákana, en þvo ílátin með sjóðandi vatni.
Vasaklúta sjúklinganna, rúmföt og nærföt má ekki þvo nreð
fötum heilbrigðra, því að æfinlega er mögulegt, hve mikil varúð
sem höfð er, að hráki sjúklinganna hafi komizt í þau, t. d. í hósta-
kviðunum. Það á að sjóða föt þeirra og klúta, áður en þvegið er.
Sje þessa gætt, er ekki mikil hætta á því, að veikin berist frá
sjúklingunum til heilbrigðra, og það ætti að vera siðferðisleg
skylda sjúklinganna að gera allt sitt til að komast hjá þvi, að svo
verði. Það ætti að vera þeiin ógurleg tilhugsun að valda með
hirðuleysi sínu hættulegri veiki á öðrum, ef til vill þeim, sem næst
þeim standa og eru þeim kærastir.
Húsbændur ættu að hafa eptirlit með heimilisfólki sínu í þessu.
Það á ekki að vera til svo aumur kofi, að ekki sje hrákadallur í
baðstofunni, því að æfinlega getur borið að garði gesti með veikina,
þótt enginn sjúklingur sje á bænum. Auk þess er ekki við því
að búast, að alþýða þekki veikina í fyrstu, en hún getur sýkt aðra,
jafnvel meðan hún hagar sjer eins og langvinnt kvef.
Hver maður ætti að gera sjer það að fastri reglu, vegna sjálfs
sín og annara, að leita læknis sem fyrst. Það er hirðuleysi, sem
getur hefnt sín grimmilega, að ganga með hósta vikum og mán-
uðum saman, án þess að leita sjer lækninga.
Því miður hefur sú orðið reyndin, að almenningur hjer á
landi er seinn til að fylgja læknisráðum, til þess að varna útbreiðslu
sjúkdóma; þvi til sönnunar þarf ekki annað en minnast á sulla-
veikina. Mjer dylst það því ekki, að hætt er við, að sama verði ofan