Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Page 1

Eimreiðin - 01.09.1897, Page 1
Holdsveikin. (Skáldsciga). I. Veizla, —veizla! Það er gullfagurt orð, þetta orð veizla. Törframáttur þess hefir snortið okkar beztu tilfiuningar, fyrr eða síðar. Já, það hefir snortið tilfinningar allra lifandi manna, hærri og lægri. Það hefir fallið með svellandi áhrifum á hug og sál ríkra sem fátækra, alla leið ofan frá gullkrýnda glópaldanum í einveldis hásætinu, og niður til hinnar aumustu mannkindar, sem nektin og hungrið hefir hlekkjað innan vjebanda sinna. Orðið veizla er eitt af þeim fáu orðum, sem öll mannveran í hverri mynd og stöðu sem er, hefir elskað og tilbeðið. Og eflaust verður það svo á meðan mannheimur er byggður og mannveran er sköpuð til nautna. — Vjer munum það öll saman svo mætavel, að vjer höfum lifað margar okk- ar sælustu lifsstundir, einmitt í veizlum. Vjer munum það’líka fyrir víst, að vjer eigum tildrög og upphöf ýmsra viðburða opt og tíðum .að rekja til einhverrar veizlu. Það sama segir og sýnir sagan. Orðið veizla er auðvitað ekkert annað en veizla. Tilfelli og við- burðir, sem bera við í veizlu eru að eins boðflennur innan veizlu- takmarkanna, rjett eins og hvívetna annarstaðar á lífsleið vorri. Að búa sig í veizlu er einhver sú tilkomumesta tilhlökkun, sem mætir oss á lífsskeiðinu. Að minnsta kosti einu sinni á æfinni hafa allir orðið snortnir af veizlu-tilhlökkun. Sælan hleypur ætíð á undan sorginni á veizlupallinum. Vjer herrarnir munum það allir, að vjer sáum margar Helgurnar »fögru« og Sigriðarnar »Eya- fjarðarsólir« í einhverri veizlu í fyrsta sinni. — Og þjer lafðar munið það svo ljóst og ljúft, að þjer sáuð einmitt í fyrsta sinni .alla Ingólfana og »kóngssoninn« fagra einmitt í veizlu, ásamt mörgu fleiru. Margir aldurhnignir og elskulegir foreldrar hafa grátið fögr- um gleðitárum, og ánægjubrosin hafa signt þeirra fölu varir ein- mitt í veizlum barnanna sinna. Já, hver einasta mannvera hefir notið gullfagurra vona í orðinu veizla. Og þetta átti sjer einmitt stað með síra Höskuld Konráðsson á Kálfá, í veizlu sonar hans Konráðs og Asgerðar Gísladóttur. Fyr- ir tveim vikum hafði hann gefið þau saman í hjónaband. En á- nægjubrosið og sæluhýran var ekki vitund farin að rjena nje fölna á andliti hans. Hann var svo óumræðilega sæll yfir öllu saman.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.