Eimreiðin - 01.09.1897, Side 9
169
mikil áhrif hafði þessi atburður á Asgerði, að hún lifði skamma
stund eptir.-----
Sveitungar Ara frjettu lát hans. Sumir þögðu og sögðu fátt.
En aðrir voru hróðugir yfir, hvað þeir höfðu sloppið vel við hann,
já, rækalli vel. Sögðu að fólkið hefði fjandann ekki verið of gott
til að sjá um hann. Og frænka hans alls ekki of góð til að
koma honum í jörðina, Svona ættu hrepparnir að hafa það með
þessa bjálfa. Það væri mátulegt.
Skömmu seinna fjekk Þorbjörg í Gerði brjef og sendingu.
Settu þá ýmsir sveitungur hennar upp stór augu og græn andlit.
Brjefið var frá prestshjónunum á Kálfá. Þau sendu henni hest
Ara heitins og sögðu, að það hefði verið ósk hans, að hún ætti
hann. Enn fremur sendu þau tvö hundruð krónur frá sjer í þókn-
unar skyni fyrir að hún hafði lofað Ara að vera. Sumir urðu
óðir og uppvægir og sögðu, að Ari heitinn hefði ekkert átt með,
að gefa hestinn. Hann væri erfðafje, sem systkini hans ættu, og
þau væru flest á hreppnum og þyrftu arfsins með. En Jón á
Heiði varð svo hátalaður og óðamála yfir þessum dæmalausa hugs-
unarhætti frá upphafi til enda, að oddvitinn ljet að síðustu þá
skoðun sína í ljósi, að Ari hefði ekkert af hreppnum þegið. Þor-
björg virtist bezt að hestinum komin, enda svaraði það tæplega
kostnaði að reyna að gera dauðan manninn ómerkan að þessu.
Og við það sat.
Annar alþingismaður sýslunnar, sem var gagnkunnugur
»Hlíðarættinni«, og þekkti og skyldi hin ægilegu áhrif holdsveik-
innar, bar það undir kjósendur sína á þingmálafundi, hvort þeim
sýndist eigi brýna nauðsyn til bera að alþingi væri fengið til að
skerast eitthvað í leikinn í þessu holdsveikismáli. Að vísu játtu
nokkrir því, en aðrir þögðu, og ekki var samþykkt nein áskorun
til þingsins um það. Samt gjörði þessi þingmaður allt sem í hans
valdi stóð, til að fá þingið til að gjöra eitthvað í málinu. Sýndi
hann fram á, að svona aumingja vildi enginn hafa, enda hefðu
menn góðar og gildar ástæður fyrir því að sumu leyti. Það væri
hrein og bein skylda landsins að hafa sjerstakt hæli handa þeimr
bæði til þess að forða öðru fólki við samneyti við þá, og til þess
að firra sjúklingana sjálfa þeirri kveljandi og nagandi meðvitund,
að vita sjer sí og æ alstaðar ofaukið innan um annað fólk, eins-
og nú hagaði til, algerlega útilokaða frá allri læknishjálp o. s.
frv. •— — En þingið átti svo annríkt. Það var að fást við launa-
\