Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Page 10

Eimreiðin - 01.09.1897, Page 10
170 lögin og eptirlaunalögin og aukalaunalögin og bitlingaveitingar, skáldalaun, fuglafriðun, seladráp, laxatímgun og ótal fleira þess- háttar. Það hafði engan tíma eða peninga til að verja til mannlífsfriðunar. III. Síra Konráð varð prestur í Kálfárþingum eptir föður sinn og þjónaði hann því brauði i fjögur ár. Ekki fór það með leynd, að síra Konráði og konu hans Ás- gerði íjellst mjög um fráfall síra Höskuldar. Var hún jafnan ept- ir það meira eða minna veil á geðinu, þrátt fyrir allt, sem reynt var við hana að læknisráði. En þó kastaði fyrst tólfunum eptir dauða Ara frænda hennar. Tók það svo á hana, að sjá upp á hann og kynnast holdsveikinni, að henni fór að standa óbærileg- ur stuggur og ógn af lífinu. Mánuði eptir lát Ara var presturinn sóttur til að gera eitt- hvert embættisverk þar í sókninni. En um kvöldið, þegar hann kom heim, var kona hans horfin. Var hennar þegar leitað, og fannst hún hvergi. Degi síðar sá prestur lík konu sinnar í Laxa- hyl, sem er skammt fyrir neðan túnið á Kálfá. Ljet hann þegar slæða það upp, og fannst við það tækifæri einnig beinagrindin af Unni Sigurðardóttur. — Ekki hafði þeim hjónum orðið barna auð- ið, en þegar Ásgerður drekkti sjer, var hún kona eigi einsömul, Síra Konráð var orðinn mæddur af lífinu, þó eigi væri hann gamall maður. Tók hann sjer mjög nærri dauða konu sinnar, -og öll Kálfár-mannslátin, þvi honum var fullljóst, af hverju þau voru sprottin. Dó hann þrem mánuðum síðar en kona hans, og þó það væri faraldsveiki, sem var aðaldauðamein hans, var það víst, að hann hafði ekki lengur þrá til lífisins. Þó hann yrði ekki nema 29 ára að aldri, var hann ekki einungis búinn að tæma í botn bikar gleði sinnar og lífsvona, heldur hafði hann og hlotið að bergja hjer um bil til botns eiturlyfjabikar mannlífsins, byrlað- an af tilfellum og þjóðinni. — Eptir farandi brjefkaflar, sem síra Konráð skrifaði vini sínum, skömmu fyrir andlát sitt, sýna ljóslega, að hann hefir að lokum skilið rjett alla Kálfár-viðburðina. Þeir hljóðuðu svo:

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.