Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Qupperneq 14

Eimreiðin - 01.09.1897, Qupperneq 14
174 að henni og hylltu hana með bezta hug og tilfinningum. Það var engu spáð fyrir henni, eins og opt er gjört fyrir mikilmenn- um. Allir voru svo hárvissir um hennar framaríku framtíð, að engin spá kornst að. VI. Konráð sonur síra Höskuldar var langt kominn í lærðaskól- anum. Hann virtist i fljótu áliti vera mikið mannsefni, og hafði því mikið orð á sjer þar í sókninni. Faðir hans hafði gott álit á honum, og dreifðist það út um sveitina smámsaman. Hann hafði ætíð nóg af frægðarsögum á reiðum höndum handa kunningjun- um um son sinn. Þeim Konráði og Unni kom strax vel saman, og fann eng- inn samkomulagi þeirra neitt til saka. Hann var líka sá eini pilt- ur þar um slóðir, sem nokkur tiltök voru að jafna við hana. Þá var það tízka í landinu, að senda heldri bændadætur til höfuðstaðarins. Var það kallað að setja þær til mennta. En sum- ir kölluðu það að setja þær á »trúlofunarmarkað landsins«. — Fyrsta haustið, sem Unnur var á Kálfá, var hún sett til mennta í höfuð- staðinn. Það var ekki tiltökumál, þó þau Konráð og Unnur væru skoðuð sem góðkunningjar þar. Surnt kunnugasta fólkið spáði þvi, að þau yrðu hjón á sínum tíma. Aðrir drógu það í efa, og færðu það til, að Konráð væri að engu leyti samboðinn Unni. Hæfileikar hans væru ekki eins miklir og af væri látið. Hann væri óreglumaður og staðfestulítill, og. myndi aldrei verða mikið úr honum. Aptur á móti hafði Unnur alla beztu kosti til að bera. Almenningsrómurinn sagði, að hún væri hin fegursta mær á ís- lenzka tungu, hún var álitin gáfuð í bezta lagi og allir vissu að hún var rík, og þar fram eptir götunum. Hamingjan umkringdi hana hvervetna, bæði í vöku og draumi. Seinni veturinn, sem hún var í höfuðstaðnum, kynntist hún jafnöldru sinni af Austurlandi. Hún hjet Asgerður Gísladóttir. Hún þótti mikill kvennkostur og fjekk brátt mikið orð á sig. Piltarnir báru þær þannig saman, að þeir kölluðu Unni »sólina«, en Ás- gerði »reikistjörnuna«, og hafði engin stúlka komizt svo í ná- munda við Unni. Unni fannst þegar hún sá Asgerði, sem einhver óhugð eða kvíði gagntæki sig. Hún reyndi að hrinda þessu sem lengst og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.