Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1897, Side 16

Eimreiðin - 01.09.1897, Side 16
Kálfá þetta sumar. — Vel sýndust þær Unnur og Ásgerður vera til vina. VII. 18. ágúst 18 . . var ein af þessum indælu sumarkvelds blið- um, sem ekkert land nema Island á til — ekkert annað land á jarð- ríki. — Það var komið fast að sólsetri. Unnur sat úti á kirkju- lopti. Hún var að lesa eitt kirkjuritið úr Vesturheimi. Hún var hætt að lesa og ætlaði inn, en í því komu þeir feðgarnir síra Höskuldur og Konráð inn. Þeir komu einhvers staðar að; en presturinn átti danskt brennivín í altarinu, og gjörðist þess þörf nú. Þeir voru báðir við öl og málhreyfir. Þeir voru að tala um nýorðinn atburð þar í sveitinni, svo Unnur fór ekki strax burt. Þeir höfðu sopið á flöskunni og fór talið að lúta að þeim sjálfum, og hljóðaði á þessa leið: »Nú fer ellin að sækja mig fast heim, sonur sæll, og er lík- legt, að jeg eigi skammt eptir ólifað. Gleður það mig að þið börnin mín eruð öll til manns komin. En það veiztu Konni, að jeg hefi þjer ætíð mest unnað, og er nafn þitt örsök til þess. Heitir þú eptir afa þínum, sem var merkur prestur á sinni tíð. Um marga ættliði hafa mestu mennirnir í ætt vorri borið Konráðs nafnið. Set jeg því mikla von og traust til þín, og hygg jeg að vel rætist. Ert þú þegar búinn nárni að lúka með lofsverðum vitnisburði. Því næst byrjar embættisskeið þitt, í þarfir minnar fá- tæku en hjartfólgnu þjóðar. En eitt mikilvægt spursmál höfum við ekki rætt nje ráðið enn þá. Munt þú fara nærri um, hvað það er.« »Ekki veit jeg, faðir sæll, hvaða spursmál það er, sem þú átt við, enda mun jeg eigi getum að leiða, því ekki mun feimni hamla þjer að segja mjer það, ef þjer þykir það nokkru skipta.« Konumál er það, sem jeg á við, og væri mjer ljúft að vita, ef þú hefir þar eina stefnu annari hugkvæmri. Eða hver er sú kona, er þú mundir kjósa þjer fremst af öllum?« Það mál hefi jeg ekki hugsað, enda hygg jeg, að enn sje nógur tími til að fást við slíka hluti. Eða hvar er flaskan?« »Eigi veit jeg, hvort þú nú talar heilt við mig, eða vilt þú nú eyða þessu máli. En það verð jeg að láta þig vita, og þykir vænt um að ekki er um seinan, að til ráðahags með ykkur Unni yrði jeg fremur að letja en hvetja. Það hefir mjer sýnzt, að ykkur

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.